Feb 4, 2008

Singapore

Skyndiákvörðun var tekin í brunch síðastliðinn föstudag. Við, Ibbi og Sandra ákváðum að taka næturlestina til Singapore og eyða helginni þar þar sem það var skýjað og leiðinlegt í Malasíu!

Við skunduðum upp, hentum dóti í bakpoka og rétt náðum 9 pm lestinni. Farið kostaði um 700 krónur og lestin tók hvorki meira né minna en 11 klst! nb þá er styttra frá Kuala Lumpur til Singapore heldur en frá Reykjavík til Akureyrar....svo þetta var spes.

En við fengum rúm í efri kojum og það fór ágætlega um okkur. Klukkan 06.00 am vorum við svo vakin fyrir vegabréfatékk....svo voru Ibbi og Sandra allt í einu vinsamlegast beðin að stíga út úr lestinni....þá kom í ljós að þau voru með öðruvísi stimpil í passanum sínum heldur en við - og þau máttu ekki fara út úr Malasíu og yfir landamærin...þau reyndu að rökræða við landamæra-verðina en það var bara ekki hægt! þau þurfa heimild frá einhverju resintravis skrifstofu af því að þau fengu visa frá skólanum sem við erum ekki búin að fá....

Við tók dramatísk kveðjustund - lestin fór af stað og við horfðum á eftir þeim labba út úr lestinni og í aðra 8 klst lest til baka. 19 klst tilgangslaust ferðalag fyrir greyið ferðafélagana okkar!!

Við aftur á móti flugum í gegnum landamærin og mættum frekar ósofin (mjög bumpy lest) til Singapore um 8am. Dagurinn var vel nýttur - skoðuðum hitt og þetta á meðan við leituðum okkur að gistingu. Singapore er náttúrulega bara hrikalega dýr borg! Hótelin / hostelin / motelin urðu dýrari og dýrari eftir því sem við löbbuðum nær fína hverfinu og urðu smá ódýrari og ógeðslegri eftir því sem við löbbuðum í hina áttina.

Við enduðum á því að gista í Chinatown sem er semi miðbærinn (skv sumum allavegana) á "Dragon hotel". Dragon hotel var það ódýrasta sem við fundum (fyrir utan svona dormatori hostel sem maður er varaður við út af bed bugs og fleiru) og það kostaði 85 singapore dollara. Þetta var alveg vel skítugt hótelherbergi sem við komumst eftir á að er hægt að leigja í klst í senn líka...það segir nú allt sem segja þarf.

Við skelltum okkur á barinn á móti í einn bjór...eins og allir barir í Chinatown var þetta karókíbar. Fólk söng með hræðilegum kínverskum lögum af innlifun okkur til mikillar gleði. Eigandinn kom svo til okkar til að spjalla við okkur og bara svona láta okkur vita að við værum sko alveg velkomin - en að þetta væri s.s. lesbískur karóíbar. Allt í góðu lagi með það...við kláruðum drykkinn og héldum í aðal tjútt hverfi Singapore.

Það var rosalega flott. Bandarískir staðir eins og Hooters voru á svæðinu og allir barirnir voru yfirbyggðir. Mjög kósý gata. Þar keyptum við okkur einn drykk á hvorki meira né minna en 36 singapore dollara sem er veeeeel dýrara en klakinn.

Sunnudagurinn fór svo í rölt um chinatown og electronic-mall þar sem öll raftæki eiga að vera svo ódýr í Singapore. Okkur fannst ekki vera mikill munur á Singapore og Malasíu svo það var ekki fjárfest í neinu - enda ekki hægt að prútta jafn vel í Singapore dúddunum og Malasíu dúddunum.

Ferðin endaði svo í "Night Safari"....sem var alveg æðislegt. Þetta er dýragarður sem er bara opinn á kvöldin / næturnar sem býr til öll loftslög sem finnast í heiminum..regnskógar Malasíu - sléttur Afríku - kuldann í Nepal os.f.rv. Í hverju loftslagi fyrir sig voru svo þau dýr sem eiga heima þar. Sáum m.a. fíla, ljón, nepalskar geitur, híenur (tegund sem getur melt tennur, huggó), maurætur, tígrisdýr, nashyrning, gíraffa, flóðhesta, stærsta naggrís í heimi og margt margt fleira. Öll dýrin eru bara laus og labbandi um og geta komið alveg upp að bílnum (sem er alveg opinn) nema ljónin og fleira en þá var víst einhver smá skurður á milli (sem við sáum þó ekki og vorum pínku að fríka út).

Svo skelltum við okkur í strætó yfir landamærin og tókum rútu aftur til Kuala Lumpur fyrir minni pening sem tók 4,5 klst í staðin fyrir 11. Alltaf lærir maður eitthvað nýtt.

Okkur fannst Singapore rosalega skemmtileg borg - en líka rosalega dýr. Allt er rosalega hreint og fínt - sem sást augljóslega þegar við krossuðum yfir landamærin til Malasíu í gær þar sem skíturinn, villihundarnri, kakkalakkarnir og kettirnir tóku við!!! EN - heima hjá okkur í Puchong - Koi Tropika er allt rosalega hreint og fínt:)

Frábær helgi í alla staði....settum inn nokkrar myndir

Happy monday

3 comments:

Sigga Dögg said...

ahhhhhhhhh skemmtileg færsla :)

Anonymous said...

þetta var mjög svo rómantísk bíómyndar lestarkveðja.....vantaði bara tónlista undir hahahahha

Anonymous said...

hæhæ!
fór einmitt í þetta night safari, við gengum um allt(er það ekki hægt lengur eða?), ég var allavegana að fríka út þegar hýenurnar byrjuðu að krafsa og gelta á okkur, af því maður sér engin grindverk sko.
og hér er sko engin nauthólsvík! meira svona endalaus snjór eða stormur.. þið völduð klárlega réttan vetur til að fara út!