Jan 31, 2008

R.I.P.

Jæja...þá hefur fartölvan mín góða látið lífið. Reyndi að kveikja á henni um daginn í fyrsta skipti síðan við komum hingað út en það gekk illa...blue screen og safe mode rugl e-h og svo bara tölur-rugl-og dauðdagi.

Hún var oft nefnd hlunkurinn - þar sem hún telst huges miðað við tölvurnar sem eru í boði í dag....ég rogaðist með hana í 3 1/2 ár og gekk það nú bara fínt. Henni er nú saknað pínku....in a weird way.

Söndru vantaði líka tölvu svo við erum búnar að vera í prúttinu núna í nokkra daga. Takmarkið var lítil, ódýr og nett tölva. Náðum að lækka verðið aðeins hér og þar - en mest í Kuala Lumpur í einni góðri tölvubúð. Enduðum á þessari líka æðislegu litlu 12 " HP tölvu. Á henni er snertiskjár sem er hægt að snúa við og teikna á og eitthvað bla dí bla. Alls konar skemmtó fítusar fylgja með...mæli alveg með henni. Svo náðum við líka að væla út fínustu tölvutösku og 1GB auka innra minni - það er víst must.

Annars erum við að kynnast Malasíubúum nánar með hverjum deginum sem líður. Erum klárlega ekki búin að fá húsgögnin sem við keyptum í hendurnar...þetta fólk er nefninlega alveg yndislegt.
Í gær áttum við að fá borðstofuborð og 6 stóla (tvo sett s.s. fyrir okkur og svo Ibba og Söndru). Það birtist aðeins eitt borð og 11 stólar...þeir voru uppi í íbúðð hjá okkur í svona 3 auka mínútur til að láta líta út fyrir það að borðinu hefði verið stolið niðri (mhm...). Hræðilegt alveg....einhverjir tóku það bara beint fyrir framan nefið á öryggisvörðunum. Rosalega líklegt. Þó komu litlu greyin með borð í dag ásamt eina stólnum sem vantaði.
Þá var auðvitað meira vesen framundan...allt í einu var rúmið, fataskápurinn og rest bara ekki til í litnum sem við vildum fyrr en eftir kínversku áramótin = um miðjan feb (og hver veit hvað gerist þá) svo við fáum það s.s. ekki á laugardaginn eins og var umsamið (nb erum ekki búin að borga fyrir þessi húsgögn - bara svo það sé á hreinu). Þá ákváðum við að láta okkur bara hafa það að taka ljósari viðar-litinn....skottuðumst niður eftir og tilkynntum honum ákvörðunina þar sem við fengum þær upplýsingar að það væri til á lager. Jújú.."one hour my love, no problem, I come".

Eftir að umsaminn tími var liðinn og meira til hringjum við til að tékka á status og viti menn - driverinn var "bustaður af löggunni fyrir að vera ekki með bílpróf" (sem er klárlega góður eiginleiki hjá trukkabílstjóra) svo hann bara gat ekki komið með dótið. Valan sem er að læra að díla við þetta lið varð ekki glöð og lét heldur betur heyra í sér í símanun og hann átti bara að gera þetta og hitt og gera þetta svona og hinssegin og hringja svo aftur. Auðvitað gerði hann það ekki svo við hringdum stuttu seinna....slökkt á símanum.

Svona ganga nánast ÖLL samskipti við local fólk.

Íbúðin okkar er jú annað gott dæmi. Áttum að fá hana í kvöld eða í allra síðasta lagi á morgun...en að sjálfsögðu er enginn búinn að tala við neinn og engar framkvæmdir farnar í gang. Fasteignasalinn segir að við fáum hana á morgun...eigandinn að við fáum hana á föstudaginn (og vanir Malay búar eins og Kristín gista á næstu viku) en við vonum bara það besta. Erum húsdýr enn hjá Stínu og Cyppie þangað til....

Annars gerðum við það evrópskasta sem hægt er að gera í dag - og skelltum okkur í IKEA. Keyptum allt sem vantaði í eldhúsið og fleira. Fengum okkur svo að sjálfsögðu sænskar kjötbollur...sem voru ekkert svo sænskar en góðar engu að síður.

En nú er kominn lúllutími í Malasíu. Ligg með smá magapínu eftir mega chili samanblandað með öllu kryddi í heiminum máltíð...mjög skemmtilegt samt - mismunandi indverskir kjötréttir ásamt hrísgrjónum og einhverskonar grænmetis / kartöflumauki sem er borið fram á risastóru bananalaufi (sem er diskurinn). Þetta á maður svo að borða með puttunum (en ég fékk þó hnífapör án þess að þurfa að biðja um þau...hehe). Alltaf gaman að smakka nýjan mat...þessi fer í topp 5.

Hafið það gott í bili gott fólk

4 comments:

Anonymous said...

minniháttarmegaproblem
reddast örugglega
Steini

Anonymous said...

hahhahaha, ég sver það Óskar...ég er ekki að skrifa þetta ;)
En varðandi vandarmálin ykkar þá reddast þetta á endanum... Kunningi minn bjó þarna úti í heimi og hann sagði mér að bið eftir td strætó gæti verið frá 5 mín til 2 daga... þannig að have fun
Kv. Agnes

Vala said...

hehe...nákvæmlega. Þetta reddast. Bara fyndið sko....

...og við erum komin með húsgögnin! þá er það bara íbúðin og internet:)

Anonymous said...

Thetta er eins ad lesa goda bok- madur hendist i tølvunna a hverjum degi og bid spennt eftir næsta kafla hlær og grætur allt a fullu.
Gott ad thid borgid ekki fyrirfram.. Vala thu ert bara god i bisnis... notar bara salfrædina :-)
knusmamma