Feb 15, 2008

Pulau Tioman: Fyrsta "eyðieyjan"




Aaaaaaah segir maður þegar maður er búinn að kafa á kóralrifi og kemur aftur upp á land!

.....en sagan byrjar hér. Yfir kínversku áramótin lamast svoleiðis allt í Malasíu - svo enginn gat gert við það sem þurfti að gera við heima hjá okkur o.s.frv. Eins og allir vita þá ákváðum við að fara á Pulau Tioman / Tioman Islands í tilefni af því. Við ákváðum að vera rosalega skynsöm og bóka gistingu og líka ferju yfir á eyjuna. Þá var bara eftir að koma sér til Kuala Lumpur í taxa og þaðan til Mersing - þaðan sem ferjan fer yfir á Tioman.

En af því að við erum við....þá var uppbókað í allar rútur í marga daga. Enginn gat bent okkur á einhverja aðra leið til Mersing (þar sem Malasíubúar eru ekkert sérstaklega hjálplegir eða enskumælandi) svo við þurftum að taka leigubíl! það er sem sagt 5-6 klst akstur til Mersing....rútumiðinn kostar RM 23 (ca 500 kall) og leigubíllinn er að sjálfsögðu muuuun dýrari..en við náðum að prútta bílinn niður í 7000 iskr sem deildist niður á fjóra. Það verður að teljast gott miðað við lengd ferðar....

Þið getið séð mynd af leigubílstjóranum á blogginu hjá Söndru og Ibba - hann leit hræðilega út! og við þurftum að keyra mjööööög krípí leið í gegnum frumskóginn með engin há ljós (enga ljósastaura eða neitt) og drulluskítuga rúðu. Við sáum varla út svo ég skil ekki hvernig leigubílstjórinn náði að sjá eitthvað...þetta fer alveg í topp 5 listann yfir moments þar sem ég hélt að ég væri að upplifa mitt síðasta! but we made it....

Við komum til Mersing kl. 02.00 og héldum á Omars backpackers hostel þar sem við vorum búin að bóka gistingu fyrir heilar 200 krónur fyrir nóttina. Omar aftur á móti var búinn að læsa og allt annað í bænum var fullt út af blessaða chinese new year...svo við þurftum að ráfa um götur Mersing til kl. 7.30 þegar ferjan okkar fór.

2,5 klst ferjuferð lauk á ströndinni Salang á eyjunni. Þar var slappað af, drukkið, dansað, synt, sólað o.s.frv. Þar var fullt af rosalega stórum eðlum (svona á stærð við krókódíla) að vappa um eyjuna....mjög spes. Vorum í frekar ógeðslegri gistingu (og að sjálfsögðu ofrukkuð) þar sem hetjan hún Sandra stútaði tveimur fljúgandi rosalega stórum kakkalökkum. Þeir héldu að þeir hefðu borgað fyrir gistingu í herberginu okkar líka.

Svo sigraðist ég á stærsta ótta mínum - og fór að kafa!!! við Sandra skelltum okkur í búninginn og smá kennslu og vorum í tæpa klst í sjónum. Fyrst í smá þjálfun á botninum og svo að skoða kóralrifið og nemo og félaga. Alveg magnað!! nú er það bara að redda sér köfunarréttindum á næstu eyju sem við förum til....

Eftir að hafa hitt sama fólkið á hverjum degi og upplifað smá "groundhog day" stemmningu - ákváðum við að skella okkur í speedboat á aðra strönd á eyjunni sem heitir eitthvað sem er skammstafað ABC. Þar gistum við í steyptu húsi (sem er klárlega mikill lúxus á semi eyðieyju) með engum kakkalökkum. Það var æði. Ströndin var hreinni...lítill local bær í göngufæri og æðislegt kaffihús á svæðinu. Þarna smökkuðum við líka bestu pizzu í heimi. Um nóttina vöknuðum við svo við mikil læti....eitthvað eða einhverjir voru hoppandi ofan á þakinu okkar.... - morguninn eftir sáum við svo fullt af öpum við hliðina á húsinu svo það var væntanlega skýringin...partí hjá þeim á laugardagskvöldi. Strákarnir fundu líka lítinn snák og vikunni þar á undan fannst víst python og king cobra sem var hvorki meira né minna en 4 metrar á hæð þegar hún stendur. Þeir náðu henni og settu hana aftur inn í frumskóg þar sem hún á heima....creepy það!

Allt í allt var þetta bara alveg æðislegt lítið ferðalag...hittum fullt af hressu fólki - fórum að kafa - sáum fullt af skemmtilegum hlutum og getum bara ekki beðið eftir næstu ferð - þá verður Lankawi fyrir valinu.

Myndir segja meira en þúsund orð - settum inn helling....sjá link vinstra megin.

4 comments:

Anonymous said...

ERTU EKKI AÐ GRÍNAST Í MÉR !!!!!!

Af hverju var ég að skoða þessar myndir...... ekki eðlilega flott þarna og gaman hjá ykkur!!! það er bara aðeins of langt í það að við komum... ennn vonandi líður tíminn bara hratt því mig langar til þess að koma NÚNA !!!!!!! Fékk alveg fiðring í magann við að skoða þessar myndir ;)

Sakna ykkar SVOOOOONA mikið !!

-Sigga ( og andri biður innilega að heilsa... we can't wait !!! )

Anonymous said...

o hvað ég er stolt af stelpunni minni að fara að kafa, talandi um að sigrast á hræðslunni! ætli þetta þýði ekki að ég verði að gera þetta líka til að vera ekki algjör kjúklingur;)

Sunna said...

O.M.G. Valfredur, en geggjad!!! Sjisse pisse.. mikid er gaman hja ykkur. Hafid tad sem allra best og njotid ykkar i botn!
Bestu kvedjur fra Mexiko,
Sunna

Anonymous said...

Mikið er gaman að fylgjast með ævintýrum ykkar, hafið það gott, kveðja Erla, Davíð og stelpurnar