Feb 18, 2008

Hversdagslíf

Ég held að við höfum bara alveg gleymt að tilkynna fólki að við fengum sem sagt íbúð!

Búum á 13 hæð í glænýrri blokk - svo enginn hefur búið áður í íbúðunum...voða fínt. Borgum 17000 (850 RM) á mánuði fyrir 3 svefnherbergi + stofu, 2 baðherbergi, geymslu / útiherbergi, svalir og eldhús. Tökum myndir þegar við erum búin að gera fínt....

Sandra og Ivar fengu svo íbúð í sömu blokk á 19. hæð og Kristín og Cyppie búa auðvitað á 21. hæð. Ekki erfitt að fara í lyftuna til að kíkja í kaffi...

Nú eru allir nema ég í Limkokwing University á registration day - og ég hangi heima hjá Kristínu og Cyppie á netinu. Lærdómurinn hefst nefninlega í dag. Spennó spennó.

En núna þarf ég að fara niður til að röfla í liðinu um að gera við loftkælinguna okkar sem er enn biluð.

Annars set ég her með veðmál í gang um spennandi málefni......:

Hvenær fáum við internetið? Sóttum um 5. febrúar en í fyrradag var ekki enn búið að skrá umsóknina (að hluta til af því að við gleymdum að láta þá fá afrit af vegabréfinu okkar...hmmm). ....en hvað haldið þið?

Ég segi að internetið verði komið 18. mars og ekki deginum fyrr. Sá sem vinnur veðmálið vinnur fría gistingu í Malasíu: með sér herbergi og klósett, sundlaug í garðinum og morgunmatur verður jafnvel incl;)

Happy monday

5 comments:

Anonymous said...

Ég segi 27. mars... af því það er góður dagur !!
Þið látið mig svo bara vita hvenær ég á að mæta í gistinguna.... kveðja Erla Dögg

Vala said...

alright. skráum þetta í veðbankann og hlökkum til að sjá ykkur ef þið vinnið. samkeppnin gæti orðið hörð;)

Anonymous said...

hehe eg er ordin frekar bjartsyn a netid...allavegana kom hann og tengdi simann i dag..en eg er mjog leid ad langa og skemmtilega kommentid mitt kom ekki inn...

Anonymous said...

hehe..ég segi að það verði 15. mars :D
sama hvort ég vinn eða ekki þá vonast ég til að sjá ykkur í sumar elskurnar ;)

Kv. Sara

Anonymous said...

P.S. ég er ótrúlega stolt af þér að hafa farið að kafa ;)

love you longtime
Saran