Feb 24, 2008

.....og heiminum var fjölgað

INNILEGA TIL HAMINGJU ELSKURNAR OKKAR!!!!

.....Agnes og Gunnar eignuðust gullfallegan, heilbrigðan og yndislegan dreng 22. febrúar!
Fregnir herma að allt hafi gengið vel- kallinn er stór og stæltur og skv Óskari með nebbann hennar Agnesar og munninn hans Gunna....heyrðust nokkur kling kling þegar fréttirnar bárust í hús!!! ....enda óhjákvæmilegt þegar við fengum að sjá fullt af myndum - og svo getur maður ekki einu sinni knúsað-hræðilegt! Óskar heyrði grjáthljóð í honum nýbökuðum í gegnum símann og var feginn að ég fékk ekki tækifæri til að heyra í þeim - það lá við að hann hefði hent pillunum í ruslið þetta var allt svo krúttílegt (augljóslega ekki á dagskrá núna en þið vitið hvað maður meinar). Getum ekki beðið eftir því að sjá junior- þó það sé langt þangað til.....

Óskar er búinn að bíða lengi eftir litlum frænda og er alveg yfir sig hamingjusamur (as am I) - þó að við höfum auðvitað verið sannfærð um kynið frá upphafi þrátt fyrir leynd...(var ekki eitthvað veðmál Gunni minn sem við unnum einhvern í? hmmm).

Annað í fréttum er að við leigðum okkur bíl í mánuð fjögur saman...og Óskar keypti sér einhvern mega NOKIA síma með gps og læti svo við rúntuðum áðan í 1-Utama mall. Fórum og skoðuðum reptile-safn þar sem voru margar slöngur - sumar margir metrar á lengd (anacondur, king cobra og félagar) og minnsti api í heimi sem kemst í lófann á manni! en aðallega fórum við til að kaupa tónleikamiða....

við...erum nefninlega....að fara....á BACKSTREET BOYS! Þetta er bara of fyndið....Sandra er búin að vera í nostalgíukasti og spennufalli í allan dag yfir því að hafa fengið miða! Ég, Sandra, Óskar, Ívar, Helen, Ágústa og ein önnur stúlka ætlum að fara saman og vera THE crazy fans. Við ætlum jafnvel að búa til borða og mála boli og syngja hástöfum með hverju einasta lagi! (augljóslega ætla Óskar og Ívar að halda sig einhversstaðar annarsstaðar á meðan að þetta fer fram.....).

Fyrsti skóladagurinn hjá Óskari og krökkunum er svo á morgun. Ég verð bara heima að gera verkefni (ef við fáum einhverntíman internetið) sem ég skila ekki fyrr en í mars - þegar ég fer næst í tíma. Mjög spennandi allt saman.

Aukafréttir - við sátum í fyrradag hérna niðri við sundlaugina að spjalla í nokkra tíma - allt í góðu lagi með það. Morguninn eftir vakna ég við nístandi kláða-sársauka og komst að því að ég er ótrúlega girnileg frá flugu-sjónarmiði. Ég var með (og ég er hvorki að ýkja né grínast) 79 BIT! ég veit ekki hvernig monster hefur ráðist á mig en okkur grunar klassíska mossarann. Sef í náttbuxum svo ég klóri mig ekki til blóðs og fái ör út um allt! og hvert einasta bit - fyrir utan 5 stykki - er fyrir neðan hné!!!! í einu orði sagt hræðilegt.

En svona almennt - life is good

6 comments:

Anonymous said...

Ó mæ god, það verður örugglega æðislega fyndið að fara á þessa tónleika! En eruði viss um að þetta séu alvöru hljómsveitin? hætti hún ekki fyrir mörgum árum? anywho, til hamingju með litla frænda og passið ykkur á þessu ógeðslegu flugum.

Anonymous said...

Takk fyrir afmæliskveðjuna og til hamingju með frændann (sem á klárlega besta afmælisdaginn) :)
Hafið það gott og passaðu þig á flugunum frænka.

Anonymous said...

Hæ elskurnar og innilega til hamingju með frænda !!!!! :)

En vala mín þetta kemur mér nú ekki á óvart með flugnabitin... þetta er nú alveg týpískt fyrir þig að lenda í svona... hehehehe !!!

Annars var ég að reyna að hringja í þig en bara ekkert svar....!! En ég prófa aftur bráðlega... (hvenær eruð þið samt að fara að sofa svona á kvöldin??)Verðum að fara að plana herlegheitin.... Ég er komin til ykkar í huganum sko...!!

Hafið það gott að bið að heilsa liðinu :)

geggjað með backstrett boys tónleikana... þeir eru einnig að spila hér í apríl og Andri er að drepast honum langar svo að fara... !!! hehehehe... spurning hvort að mar skelli sér... !! ;)

Vala said...

ert þetta þú Sigga H mín sem er að skrifa undir anonymous? hljómar dálítið þannig....en já...gæti ekki verið meira típískt ég að verða bitin billjón sinnum

...og Kristín Kristín Kristín...fylgistu ekkert með eða? eh...Unbreakable tour backstreet boys skoh - þetta eru sko þeir í alvörunni;) and we can't wait! við segjum þér sigga hvernig þetta verður og þá geturu keypt þér miða ef þetta var gott

Til lukku með daginna aftur Diljá mín og ég vona að þú hafir knúsað Berg í afmælis-klessu frá mér líka þegar hann átti ammli:)

Anonymous said...

jamms þetta er ég.. sigga hrönn... væntanlega frú mín góð það eru ekki allar siggur að koma til þín í sumar og sem eiga kærasta sem heitir andri.. híhíhí !!

Vala said...

hehe...sá ekki Andra nafnið - glimpsaði þetta svo hratt skoh

...en tímamunurinn er s.s. þannig að það er best að hringja að degi til hjá þér - þá er kvöld hjá okkur. Annars er ég voðalega mikið heima á daginn og bara alltaf - og Óskar stundum í skúlen. Prófaðu bara aftur eitt kvöldi-ð - bara ekki núna því þá erum við að fara á BACKSTREEET BOYS;) hahaha