Jan 29, 2008

Hitt og þetta

Jæja, þá erum við komin með íbúð! Flytjum á 6. hæð (sem er samt 7. hæði) í "block B" - Koi Tropica í vikunni. Það þarf að gera eitt og annað áður en við fáum hana - setja loftkælingu, viftur, öryggisgrindur (standard hér), hitara fyrir sturtuna og eldhúsinnréttingu. Við erum nefninlega svo miklar frekjur að við tökum ekki íbúð nema hún sé með svona "lúxus" items (sem þetta telst allt vera...). Kosturinn við þessa íbúð er að við erum með tvær svalir - þetta er nefninlega horníbúð. Svo eru tvö baðherbergi og þrjú svefnherbergi - allt fyrir tæplega 18000 krónur á mánuði!

Ibbi og Sandra fengu íbúð í gær í "block C" - sömu block og Kristín og Cyppie búa í. Þau borga pínku meira en við og fengu semi-furnished íbúð. Þau eru s.s. með ísskáp, þvottavél, sjónvarp (sem er ponsu) og svo dining room table með stólum. Við hlökkuðum mikið til að sjá þetta borðstofuborð og stóla þar sem það átti að vera alveg fínt en þó notað....og viti menn - þetta var rautt plastborð (svona í barnaherbergi / út á svalir) með fjórum ponsulitlum svörtum plaststólum. Óborganlegt.

Svo héldum við okkar eigin 6 manna housewarming í gær hjá Ibba og Söndru- fórum í vínsmökkun á ódýrum bjórum og rauðvíni úr kínabúðinni sem er hérna rétt hjá. Það gekk vel og ódýri bjórinn verður keyptur fram yfir "dýra" bjórinn (sem kostar rúmar 100 krónur - lítil dós) og rauðvínið var svaka fínt bara. Einnig smökkuðum við Malaysian version af Calypso-rommi þar sem ekki var til meira af bjór og sjoppan lokuð. Við tókum upp á því að verða úber-spes og panta mcnuggets og kók hjá McDonalds því að who new - í Malasíu senda þeir heim! (við gerum okkur grein fyrir því hvað þetta hljómar nasty og erum sammála því). Við þurftum nefninilega að halda upp á áfanga dagsins...því að við keyptum okkur húsgögn fyrri part dags!

Vorum orðin léttilega þreytt á "best price for you my friend" og "i have better quality then next store bla" ræðunum, en enduðum á að gera bara massa díl! keyptum rúm (dýna, gafl o.s.frv.), náttborð, fjórfaldan fataskáp, snyrtiborð með stól (af því það kom með í pakkanum), borðstofuborð, 6 stóla og undir lokin fegnum við tvo kodda í kaupbæti!
Allur pakkinn var á aðeins 25000 krónur! Geri aðrir betur.

Ég byrjaði svo í skólanum síðustu helgi. Það var bæði scary og skemmtó. Ég vissi að Nottingham vildi halda bekkjunum litlum - en við erum sem sagt 5 (incl. ég). Svo bætist aðeins í hópinn hér og þar þegar við förum í tíma með þeim sem byrjuðu í sept 2007 o.s.frv. Er í tímum með ungum og eldri - managers í fyrirtækjum og hátt settu liði svona í bland. Í næsta áfanga verða víst þrír olíu-furstar hér úr Malasíu lika memm. Verður áhugavert.

En ég er sem sagt eini útlendingurinn! Allir aðrir koma frá Malasíu...en það er bara massa fínt. Töluð enska allan tímann og allir rosalega fínir. Förum í lunch öll saman þar sem ég fæ að smakka alvöru local mat á útiveitingastöðum með local fólki, mjög gaman....hef allavegana ekki fengið í magann hingað til.

En nú ætlum við að fara í hópferð í Tesco og kaupa okkur ísskáp, handklæði og aðrar nauðsynjar. Setjum inn íbúðar-myndir og fleira bráðlega.

4 comments:

Anonymous said...

HEY Skvísa....

Frábært að heyra að þið séuð komin með íbúð :) Get ekki beðið eftir að sjá myndir úr höllinni ;)

En við verðum að plana skype stefnumót nú sem fyrst.. I am dying to hear from you people....!!

ykkar sigga spennta í DK

Sigga Dögg said...

jey jey jey
en ÓGEÐSLEGA gaman, hvenær er besti tíminn til að heimsækja ykkur?? getekkibeðið!!
btw ég kíki á hverjum degi á bloggið og því er ég mjög þakklát hversu dugleg þið eruð að blogga :)
hlakka til að sjá myndir af íbúðinni og vala ONE WORD FOR YOU
- TENGSLANET -
ef þú hefur einhvertíma haft tækifæri til að húkka þig upp þá er það núna, treysti á þig elskan!

ykkar sigga spennta á ÍSl

Anonymous said...

Já ekki amarlegt að þekkja nokkra olíufursta í framtíðinni.
En innilega til hamingju með íbúðina, þetta virðist allt vera að smella hjá ykkur. Nú þarf Óskar bara að tjilla aðeins lengur áður en hann getur myndað tengsl við ...tjjaa ég efast um fursta en ....
Kv. Agnes

Anonymous said...

Til hamingju með íbúðina !!!!!!!!
Massa flott
Komum fljótlega
Steini og Maja