Jan 25, 2008

Indverjar og nálar

Já góðan og blessaðan daginn.
Erum búin að vera á fullu síðustu daga að spá í íbúðum og túristast aðeins. Erum komin með 2 íbúðir til að velja um, ein á 6 hæð og hin á 13 hæð. Erum aðeins að meta þetta áfram en verðum eiginlega að taka ákvörðun í dag. Báðar íbúðirnar eru 4 herbergja með 2 baðherbergjum :D

Fórum svo í fyrradag í "Batu Caves" (Steina hellana) þar sem mörg hundruð þúsund Indverjar leggja leið sína á hverju ári til að sýna guðum sínum hvað þeir eru góðir gæjar. Þetta er gert með því að hengja á sig mjög stóra og þunga hluti, sem eru oftast festir með nálum í gegnum húðina. Svo eru margir með pinna í gegnum andlitið.

Þarna voru alls ekki margir ferðamenn, og stóðum við mjög mikið útúr þarna, þó virtist enginn mjög móðgaður að hafa okkur þarna. Fólk brosti ef við báðum um að fá að taka myndir af þeim og þeim þótti alveg jafn gaman af okkur eins og okkur af þeim.

Hátíðin gengur semsagt þannig fyrir sig að þú festir eitthvað dót á þig eftir að hafa fastað í marga daga. Síðan labbar þú upp mjög brattar tröppur (240 þrep) sem leiðir inní helli. Þar inni ertu blessaður með blöndu af ösku og kúarpissi sem er klínt á ennið á þér. Síðan er farið að biðja þarna inní hellinum og gefið öpunum að éta. Einnig ef þú hefur áhuga þá máttu fórna einum eða tveim hönum. Svo labbaru aftur niður stigann og ferð heim til þín. Eða eins og við, þá ferðu í China Town að reyna hösla síma.

Ding Ding Ding

4 comments:

Anonymous said...

hæhæ, gaman að skoða myndirnar ykkar.. vona svo að það gangi vel að velja íbúð :)
hsve fun
kv, harpa

Anonymous said...

Hæ Mússi og Vala !

Greinilega margt að skoða og sjá og mikið feginn að vel gengur. Við Maja fylgjumst spennt með.
Var að tala við Nesu áðan og allt gott að frétta af henni.
Er hægt að ná ykkur á Skypeinu?
Beztu kveðjur
Steini

YapYap said...

whatever happened to writing in ENGLISH ehh?


tsk tsk

Anonymous said...

hellú
en gaman að lesa og VÁÁÁÁ hvað það hlýtur að vera gaman hjá ykkur :)
annað, ég sé mig ekki á vina listanum ykkar.. vala ég sem er að plana heimsókn til þín.. hættiru með mér?
það var sálfræðihittingur á föstudaginn og þín var saknað :)
happy tanning