Jan 20, 2008

Selamat tengahari

Apa khabar? Jæja...það er nú kominn tími til að maður hripi eitthvað niður á þessa blessuðu bloggsíðu!

Maður vaknaði bara klukkan átta í morgun og horfði á sólina koma upp úti á svölum....mjög þægilegur hiti - svona 26° eins og í gærmorgun...maður þarf að drífa sig niður í "þvottahúsið" og ná í komono-inn úr hreinsun fyrir morgunmat úti á svölum.

Það er nefninlega svo spes hérna að það eru engin þvottahús eða aðstaða til að þvo fyrir íbúa- heldur bara þvottahús þar sem dömur vinna sem vigta þvottinn þinn - rukka þig eftir kg - og þrífa - strauja og brjóta allt saman fyrir þig. Ef það þarf að handþvo eitthvað eða setja í hreinsun...þá er það bara gert líka (en klárlega ekki rukkað neitt aukalega...spes...).

Ég, Sandra og Kristín vorum búnar að plana síðasta föstudag- sem snerist einungis um sól, sundlaug og bjór...ég vaknaði - setti á mig alls konar mismunandi sólarvörn - skellti mér í bikiníið og var ekkert smá glöð þangað til að Sandra hringdi í mig...."Vala, ertu búin að kíkja út?" ,"Neeeei...ég meina - það er alltaf sól..."....eða ekki. Þetta var auðvitað um það bil eini dagur ársins þar sem var bara kaldara úti heldur en inni (fyrir partinn) og engin sól! við þrjóskuðumst að sjálfsögðu samt við og skelltum okkur í sund (sem var fínt en semi kalt...).

Dagurinn endaði svo bara í enn einu mollinu þar sem var fjárfest í kjól, eyrnalokkum og fleiru í forever 21 og öðrum góðum búðum! maður verður nú aðeins að græja sig fyrir þennan hita....;)

Lentum svo á smá tjútti um kvöldið með Ágústu og Trecy. Vorum á rosa flottum semi túrista-stað á Sunway og enduðum á því að fara á einhvern nýjan skemmtistað - sem heitir auðvitað Barcelona. Í staðin fyrir að borga inn fyrir alla - var mun ódýrara að kaupa eina flösku fyrir okkur sex og fá að koma inn. Móttöku-gellan fylgdi okkur inn á staðinn og henti fólki af borðum svo við fengjum sæti og svona (óþægilegt en víst gert fyrir alla nýja gesti sem eru svo grand að kaupa flösku...hmmm). Kynntumst einhverju liði þar úr Limkokwing...sumt fínt - annað bara creepy mikið hangandi utan í manni - og þá sérstaklega Óskari og Ibba þar sem þetta lið voru kvenmenn!...Tónlistin var fín þangað til dúnkí dúnkí tónlistin tók völd eins og búist var við með fáklæddum go-go dönsurum og tilheyrandi. Very nice.

Restin af helginni var bara í rólegheitunum. Fengum okkur morgunmat á kaffihúsinu hérna niðri í gær með Kristínu og Cyppie þar sem við Óskar kúguðumst yfir því sem við pöntuðum. Fengum slímuga súpu (ef súpu má kalla) með núðlum, kjúkling og eggjahvítu all over the place og einhverju káli og gumsi...eftir það fórum við í klassikerinn og fengum okkur "chicken and rice..". Alltaf lærir maður...

Heppin við að hafa tekið með okkur sýklalyf þar sem kenningar eru um það að ég sé með kóngulóa-bit...hluti af löppinni á mér er um það bil þrefaldur - farinn úr gulleitri bólgu yfir í rauðleita bólgu yfir í eitthvað litlaust og þykkt - sexy I tell you. Get stigið í hana núna og labbað svo þetta er orðið mun betra...Lyfin eru víst ekki skotin í sólarljósi - svo dagurinn fer í íbúðarleit og stússerí innandyra!

Jumpa lagi nanti!

8 comments:

Anonymous said...

uuuu...creepy bit, lýst ekkert á það!
Og eins og þú sagðir um að gera að græja sig upp, er þetta ekki líka ódýrt og fínt, eða í ódýrari kanntinum allavega, hýtur að vera :D

Love you long time

knusmamma said...

Hæ elskurnar
Gaman ad lesa hvernig thid hafid thad thetta hljomar mjog spennandi- en er ekki hættulegt ad vaera ut a nottinni sorry alltaf ahyggjufull- erud thid buin ad fa ibud!!! Næs med kimano og solsetur umm
knus mammma

Anonymous said...

Juju...það er ódýrara að græja sig...en um leið og maður er kominn í mollin og búðir sem eru frá evrópu eða usa þá er ekkert mál að kaupa dýrari hluti...

og tengdó - við höfum á tilfinningunni að íbúðin komi hlaupandi til okkar í dag! og við erum ekkert mikið úti á næturna - hvað þá ein...pössum upp á okkur!

Anonymous said...

Hæ elsku dúllurnar mínar.....!! Ég var fyrst að uppgötva bloggið í dag. :) rosa glöð að getað lesið um ykkur og séð myndir... :) þetta er algjört æði hjá ykkur og láttu mig vita um leið með schedulið í skólanum svo við getum farið að panta..!! VIL HELST KOMA NÚNA... !!!

Við söknum ykkar mikið mikið og hafið þið það nú sem ALLRA best.. og gangi vel í íbúðarleit ;)

Knúskveðja frá Köben

Anonymous said...

gaman að lesa þetta hjá ykkur, æðislegt ævintýri:)gangi ykkur vel að finna íbúð og allt hitt...

Anonymous said...

hvernig tókst þér að fá köngulóarbit á 3 dögum?! ótrúleg:)
en gott að heyra að það séu verslanir, þá fæ ég allavegana ekki sammara yfir að hafa fullvissað þig um það,(var farin að velta því fyrir mér hvort mig misminnti nokkuð).
ennþá mikil öfund í gangi, hér er kalt og snjór en ekki sól og 26 stiga hiti.
skemmtið ykkur vel!

Anonymous said...

Kjúklingur, núður, eggjahvítu og einhverju gumsi?

Djöfull er ég forvitinn að vita um þetta gums. . .

ok, ég sá myndina. . .

en vá hvað þetta er colorful, (sérstaklega hindu), sé alveg fyrir mér íslendinga upp og niður Skólavörðustiginn í appelsínugulum fötum. . .

já sæll. . .

Anonymous said...

iiiiiiiiiiiiiiiiii