Oct 15, 2008

Landleiðin eða flugleiðin?

Nú er miðnætti og við Óskar liggjum hlið við hlið uppi í rúmi og störum út um gluggann á magnaðasta þrumuveður sem við höfum lent í síðan við komum til Malasíu. Himininn skiptir um lit á nokkurra sekúndna fresti og þrumurnar mæta á svæðið með tilheyrandi sprengi-látum og hávaða; það er eins og það sé verið að sprengja öll háhýsin í kringum okkur. Það er eitthvað rosalega rómantískt og róandi við svona brjálað veður....ótrúlegt hvað hjörtu Íslendinga verða líka glöð þegar veðrið breytist aðeins. Því hér er það yfirleitt alveg eins....

Að öðru....

Í fréttum er þetta helst: Eigum við að fara landleiðina heim eða flugleiðina?

Við erum búin að velta þessu fyrir okkur fram og til baka og komumst að þeirri niðurstöðu að það væri mjög viðeigandi í því fjárhagslega ástandi sem ríkir og til að uppfylla ævintýraþrá okkar að taka landleiðina heim!

Jújú...taka lest frá Malasíu og til Tælands. Sigla upp Mekong ána í gegnum Laos og fara þaðan yfir til Kína. Fikra sig upp til Peking þar sem við tækjum lest yfir til Rússlands (Moskvu) í gegnum Mongólíu. Þaðan er það svo bara að henda sér í gegnum Pólland, Belarus, Tékkland, Þýskaland og þaðan til Danmerkur til að heilsa upp á fjölskyldu og vini fyrir heimför.

Því miður virðist það vera öllu dýrara að taka landleiðina heldur en flugleiðina, aðallega út af fyrsta áfanganum héðan og til Peking. En ef landleiðin er tekin, þá er hún klárlega tekin alla leið.

Svo hvað finnst fólki. Þegar keppa og ævintýraþrá eru bæði tekin inn í reikninginn, á að taka landleiðina eða flugleiðina?

11 comments:

Þórir said...

LANDLEIÐINA!!! Annars hlakka ég óskaplega til að hitta ykkur aftur í DK í jan... verðið þið ekki annars mætt þá?

kys og kram

Anonymous said...

LANDLEIDIN engin spurning!!!
Engin flughrædsla, og ørugglega erfidasta ferd ykkar nokkurntima. But hey its now or never!!! Muna bara eftir minniskorti og charger i cameruna.
;)

Anonymous said...

Landleiðina að sjálfsögðu. Yrði mesta ævintýri sem þið gætuð farið í. Ekki taka bara 12 gb af minni með, við sýndum fram á það í sumar að þau koma manni ekki mjög langt!

kv. Andri

Anonymous said...

LANDLEIÐINA! EKKI ORÐ UM ÞAÐ MEIRA!

Óli Jónz said...

Landleiðina og kíkja í heimsókn hérna í Tékklandi.

ÓJ

Anonymous said...

Það sem skiptir mestu máli er að velja öruggustu leiðina. Landleiðin er klárlega meira ævintýri en ég set spurningamerki við öryggið - veltið því vel fyrir ykkur.
Kveðja
GRJ

Siggi said...

Ég held að landleiðin sé málið, dýrari kannski en fokk hvað þið eigið eftir að muna lengi eftir þeirri ferð

Anonymous said...

Ef það er raunhæfur kostur fyrir ykkur að taka landleiðina þá er það ekki spurning!

Anonymous said...

Landleiðin ekki smurning... Muna bara minni og charger fyrir myndavélina ;) Síðan á sú ferð örugglega eftir að vera miklu lengur í minninu heldur en enn ein flugferðin ;)

Vala said...

Við þökkum veittan stuðning

-jújú Þórir minn, verðum mætt til dk í janúar í einn fed með ykkur! ekki plönin eins hjá ykkur? komin með íbúð?

-og takk Nonni og Íris, jújú, þessi ámenning hefði mátt koma í sumar þar sem við Óskar, Andri, Sigga og Sara vorum greinilega ekki með minniskorta-málin á hreinu!

-Óli - kæmum klárlega til Prag...mig langar massan að ´kíkja þangað

-Tengdó...hann Óskar getur nú rætt þetta öryggi og flugvélar við þig klukkustundum saman;)

Sunna Siggi og Stína - jújú..okkur líst helvíti vel á etta

Kemur allt í ljós - hvort maður hafi tíma, fjármagn og allt það...en erum að vinna í þessu!

Anonymous said...

svo er thad spurningin hversu mikid thurfid thid a ad halda????
Vid foreldrar sem stondum ad thessum yndislegum einstaklingum eigum vid ekki ad leggja saman svo thau fari landleidinna..... etv getur verid ad vid faum erfingja i laun ..... deeel or not he he
knussss mammtengdo