Oct 7, 2008

Kreppt bíóferð og asískur matur

Ísland á forsíðu CNN og einnig í umfjöllun blaða og bloggsíðna út um allan heim. Kreppumálin komust í sjónvarpsfréttirnar í Malasíu!! Þá er nú mikið sagt... Skólagjöldin mín eru komin í stóra sjö stafa tölu (voru í stórri 6 stafa tölu við komu okkar hingað) og helmingi dýrara að vera til. Ég ætlaði að drífa í því að borga hluta af skólagjöldunum eftir að gengið var fryst og allt það - þar til að Óskar rakst á fréttina um gengið hjá visa í dag. Hjúkket að maður var ekki þotinn upp á campus!!

Straujuðum kortið fyrir RM 50 áðan sem hafa þá verið ca 2500krónur (þegar við komum út voru það 850 krónur, undanfarið þó um 1250) svo sjæse hvað tapið hefði orðið rosalegt!

Við erum þó eðlilega mun betur stödd en námsmenn sem þiggja námslán í Bretlandi, Danmörku, USA og jú, þeir sem búa á klakanum sjálfum.

Í dag erum við rosalega glöð að við vorum neydd til að borga leiguna okkar fyrirfram.....og tryggingin sem við fáum til baka þegar við förum heim verður að fleiri íslenskum krónum heldur en áður. Kemur sér vel við kaup á flugmiða heim. Það eru ávallt bjartar hliðar einhversstaðar.

With that said; Við höfum ákveðið að verða "kreppulaus fréttamiðill". Hvernig líst ykkur á það? Þunglyndið færist yfir klakamenn nær og fjær og manni er hætt að lítast á blikuna. Hér kemur fólk til að lesa skemmtilegar fréttir sem eru ókrepptar og með eindæmum hressandi.

Í dag sváfum við allt of lengi og kúrðum í morgun-monsúnrigningunni. Fengum okkur indverskan með ferskum appelsínudjús og garlic naan í hádegismat. Þessi lunch hefur vakið mikla lukku hjá okkur og hann er að finna í götunni við hliðina á okkur. Kjúllinn heitir "butter chicken" og er því miður ekki beinlaus, það finnuru ekki oft á mamak stöðunum....en góður engu að síður. Með nýkreista djúsnum og stóra naan brauðinu kostar pakkinn handa okkur báðum RM 21,5. Góður díll þar á ferð.

Við höfum vanrækt kynningu á asískum mat stórlega svo ég held að ég þylji upp kvöldmatinn í leiðinni: Víetnamskt ferskt salat (kál, myntulauf, eitthvaðlauf*2, gúrka o.fl) með núðlum, kjúkling og vorrúllum (Vala) og hinn klassíska claypot-chicken-rice (Óskar) í Pavillion. Salatið var í dýrari kantinum á Malay mælikvarða eða RM 10.2 en claypot voru á RM 6.5.

Til samanburðar elduðum við okkur spaghetti bolognese í gær með heimatilbúnu hvítlauskbrauði. Sú máltíð kostaði okkur RM 30 af því að við splæstum á okkur fancy sósunni og smurosti á brauðið.

Hér er oftast ódýrara að borða "úti" (í mjög bókstaflegri merkingu úti á túni þar sem einhver götuveitingastaður er) þar sem maður fær máltíðir frá RM 1 - RM 10. Nýkreistur djúsinn fer svo almennt á 3-5....

Ég er orðinn dyggur aðdáandi kiwi og svo ananas djúsa (þ.e. í sitt hvoru lagi). Dýrindis drykkir alveg hreint. Óskar er svo orðinn hálf ómögulegur ef hann fær ekki ferska appelsínuskammtinn sinn á morgnanna.

Þetta er allt hérna á horninu hjá okkur...lovely.

Kvöldið endaði sem sagt í bíó á Eagle Eye og ég verð að hrósa Malasíubúanum fyrir bíóaðstöðu og verð. Miðinn kostar aðeins RM 11 og salirnir eru mun flottari heldur en heima. Fyrir auka RM 2 er hægt að fara í "couples seat" þar sem er hægt að taka handfangið milli sætanna upp og kúra. Við ákváðum þó að það væri óviðeigandi að standa í einhverju svona splæseríi í "ástandinu" svo við héldum okkur við venjulegu órómantísku sætin. Þetta bíó (eitt af fáum) bauð svo upp á bæði karamelluvibban OG saltpopp okkur til mikillar gleði.

Margir eru kostirnir, en þó eru huges gallar:

-Malasíubúinn heldur að bíó sé frystiklefi. Stórmisskilningur þar á ferð.

-Malasíubúinn tekur ungabörn (as in nýfædd ponsulítil kríli) með sér í bíó sem eðlilega gráta úr sér lungun yfir öllum þessum hávaða sem fer fram

-Malasíubúinn býr ekki við þá óskrifuðu reglu að það sé dónalegt að spjalla hástöfum saman á meðan horft er á bíómynd

En fyrir 11 kall fær maður ekki allt...

Ég er annars ennþá í smá áfalli yfir því hvað tímanum líður hratt.

Það er kominn október. Tóku allir eftir því nema ég? Mér finnst eins og ég sé að fara að fljúga heim á morgun...

3 comments:

Anonymous said...

Alltaf svo gaman ad lesa bloggid ykkar...!! en tad er gott ad vita af ykkur heilum "heima" !!! rútuferdasagan minnir óneitanlega á rútuferdina okkar frægu hér fyrr í sumar :) hehehe !!

Vona ad tid hafid tad gott... og svei mér tá ég finn barasta ekkert fyrir tessari kreppu í baunalandinu.. hér er bjórinn enn kaldur og gódur og tegar mar fær borgad i DKK tá er hann barasta alls ekki svo dýr ;)

En Vala... ég heimta email frá tér snart tar sem ég sendi nú eitt stykki MJØG LANGT mail um daginn ;)

Sakna ykkar MEGA

ykkar Sigga Hrønn

Vala said...

hæ skan

sendi þér meil áðan á starbucks ÁÐUR en ég sé kommentið!!! happy reading;)

Anonymous said...

Líst vel á eina kreppulausa síðu. Eins gott að þið verðið dugleg að setja inn gleðitíðindi, því að þau vantar sárlega inn í íslenska fjölmiðla! Ég mun kíkja á síðuna alla vega 2x á dag og vonast eftir smá sólarljósi.