Jæja, þá erum við komin heim eftir langa og erfiða heimferð! Aftur - sökum súper skipulagningar fyrir ferðina vorum við auðvitað ekki með rútumiða heim...þurftum að rúnta með rútu yfir í næsta bæ (allt uppselt þar sem við vorum) þar sem við fengum sæti í ömurlega þröngri og lítilli rútu - troðinni af sjöhundruðmilljónþúsund menningarhópum. Við tvö frá Íslandi, nokkrir frá Kenya sem við höfðum spjallað áður við á eyjunni, tveir frá Lýbanon, þrír frá Líbíu, smá hópur frá Egyptalandi, einhverjir frá Pakistan, par frá Malasíu og áfram mætti telja....tveir rosa gaurar lentu í rifrildi í byrjun ferðarinnar og metingur og læti einkenndu fyrstu klukkustundina. Það lagaðist þó fljótlega....
Malasíubúarnir fyrir framan okkur horfðu á sjónvarpsþátt í litlu tæki (Malay drama, svipaður fílingur og bollywood)- og allir í kringum þau heyrðu jú einnig í því...hópurinn við hliðina á okkkur notaði símann sinn sem útvarp á meðan þeir tóku þátt í öskrandi samræðum og tveir strákar fyrir framan þá voru að horfa á tónlistarmyndbönd. Enginn auðvitað með headphone eða neitt slíkt. Really? Hvar er kurteisin og tillitssemin....nei ég bara spyr.
Okkur leist nú ekki á 7 tíma rútuferðina sem var framundan en viti menn - hún varð sko lengri! Umferðarteppa birtist sem spannaði um 300 km spöl...við komum heim kl. 05.00 um morguninn ansi búin á því.
Snati var á lífi þegar við komum heim! Daginn áður en við fórum skutumst við í dýrabúð og ætluðum að kaupa svona "auto-feeder" sem gefur honum x margar kúlur í einu. Eftir langar umræður við afgreiðslumanninn í dýrabúðinni horfði hann á okkur með furðusvip "so, you only have one fish? and a small cage?" yes..... "well, why don't you just buy holiday food then?" uuuuuh sure.....
Aldrei höfðum við heyrt um holiday food fyrir fiska. Fyrir forvitna, þá er það matur í föstu formi sem er ofan í búrinu og leysist smám saman upp...því ætti fiskurinn ekki að borða yfir sig. Full efasemda keyptum við þetta og gáfum syni okkar sem hefur það bara fínt í dag!
Andrúmsloftið í hverfinu okkar er allt annað núna þar sem Hari Raya er búið. Markaðirnir eru tómir - rörasprengjurnar hættar ásamt flugeldunum og öðrum óþægilegum umhverfishljóðum sem eru búin að vera í kringum blokkina okkar í rúman mánuð. Aaaaaaaah svo gott að fara að sofa í gær...
En nú fer lærdómurinn á fullt eftir afslappandi og frábæra daga. Erum búin að skella inn myndum frá Langkawi hérna efst vinstra megin á síðuna fyrir þá sem vilja skoða.
3 comments:
Velkomin "heim"! flottar og krúttlegar myndir af ykkur sætu hjúum.
Njótið lífsins úti!:)
Hér er ógeðisrigning og rok og leiðindakreppa..
kv.
nínamargrét
æðislegar myndir dúllurnar mínar. gott að gleyma kreppunni í smá stund á meðan maður skoðar ferðasöguna og myndirnar :-)
æh það var nú gott að klakamenn geta dreift huganum aðeins;)
Post a Comment