Sep 19, 2008

Tilraun til tanntöku

Ég er búin að vera að þjást af gífurlegum höfuðverk og þrýstingi (að ég held) út af vinstri efri endajaxlinum - ég fann svo til í fyrrakvöld að ég lá hálfsnöktandi í fósturstellingunni og gat hvorki talað né hreyft mig. Óskar minn knúsaði mig í svefn.

Ég ákvað að nú þyrfti að rífa jaxl nr 2 úr (sem tannsi síðast neitaði að taka..fannst það algjör óþarfi - ég ætti að bíða og sjá).

Hringdi á tannlæknastofuna sem reif úr mér einn um daginn en þar var allt uppbókað. Með hjálp google fundum við stofu í Bukit Damansara – sem er mjög fínt úthverfi út frá Kuala Lumpur. Eftir smá vesen í að fá leigubíl (þeir neituðu að fara margir hverjir fyrir minna en 30 ringit – það kostaði 5.20 ringit á mælinum sem við fengum á endanum) mættum við og það var tekin röntgenmynd með þessu líka rosalega hátæknilega tæki sem snýst hringinn í kringum hausinn á manni og tekur eina mynd af öllum tönnslum.

Svo fer ég inn til tannlæknisins sem spyr mig mikið út í verkinn og potar út um allt - það lá við að ég væri mætt í fínasta nudd. Eftir miklar umræður snýr hann sér að mér....“there are some dental surgeons that believe that wisdom-teeth can cause pain and problems. I am not one of them. I believe that wisdom teeth should be left alone, and only be taken out if they are damaged“.

Nú – svo hvað viltu þá gera í þessu máli?

„Well, your pain is not caused by the wisdom tooth lah, you have muscle spasm – you know like when your leg hurts of muscle spasm – in your mouth because your bite has changed. I will have to build you a little thing that prevents you from biting your teeth together, which you will have in your mouth all day long - for many weeks, also when you are eating and sleeping..then every time the pain comes back, you start using it again until it goes away lah".

Nú – og er það einhver langtímalausn? og hvað kostar þetta sniðuga apparat þá?

„Very cheap, only a 1000 plus lah“

Nú – what does the plus mean?

„mmmmm 2000 lah“

Nú – ég á ekki pening fyrir því (þar sem ég hafði augljóslega áhuga á því að láta rífa úr mér tönn, ekki sérsníða á mig kínverskan grasalækningagóm).

Tók röntenmyndina með mér út og fór eftir að hafa þurft að borga 95 RM (í klikkuðu krónu dagsins margfaldast það með 27) fyrir „dental consultation and drugs“ (var send út með grænar og gular vöðvaslakandi pillur).

Jújú, það getur vel verið að ég sé með verk í vöðvum og muscle spasm í munni sem leiðir upp í höfuð og allt það! En þar sem hann er ekki hliðhollur „kenningunni“ um endajaxla (sem að mínu mati er ekki kenning sem þú ert sammála eða ósammála – tennur bara hreyfast og það er vont!) þá tók ég bara ekki mark á einu orði sem út úr honum kom.

......

grrrrrrr

Skóli alla helgina svo tanntakan verður að bíða þar til síðar! Vonandi hagar tönnin sér betur þangað til....

ps. erum búin að breyta heimilisfanginu á síðunni ásamt heimasímanúmerinu sem breyttist

Góða helgi!

6 comments:

Anonymous said...

Greyið mitt. Vonandi færðu tíma hjá góða lækninum sem tók hina tönnina. Get ekki sagt að ég þekki þennan sársauka, þar sem mínir endajaxlar voru rifnir úr án þess að ég bæði einu sinni um það, fékk meira að segja kæruleysissprautu á meðan og var bara slefandi af hamingju á meðan aðgerðinni stóð ;-)

Vala said...

já, þarf að redda mér einhverju svoleiðis!! hljómar ekki illa...

Sigga Dögg said...

æji elskan mín, lattu þér batna! btw... þá er eg sammála ÞÉR. Það á að taka þessar tennur burt!

Anonymous said...

Elsku, elsku Vala. Voðlega er þetta glatað! Vona að þú finnir þér hliðhollan tansa sem getur rifið úr þér tönnina. Láttu Óskar knúsa þig.

Batnaðarkv. S

Anonymous said...

Checkadu á þessum http://www.dentalpro.org/, they believe in pulling the fuckers out. Og það er ofuröruggt þar, fór með mömmu þangað þegar hún var í heimsókn!

Vala said...

Já - elska dentalpro! fór þangað til að láta taka hina út - einmitt þar sem þú mældir með henni! það var bara uppbókað marga daga fram í tímann og mig vantaði aðstoð ASAP! en...núna er hún búin að bólgna og pirra mig í bili svo ég ætla að klára skólatörnina út þessa viku og bjalla aftur í þær elskur..þakka