Sep 2, 2008

Til hamingju Starbucks

Til hamingju Starbucks, með tvo nýja fastakúnna
Við Vala erum búin að hanga lengur á Starbucks en eigendur þess í USA. Hérna eru þeir með þetta fína tilboð á morgunmat, eða 4.5 Ringit fyrir hitaða bollu með gómsæti inní. Þessu fylgir líka þessi ljúffengi svarti kaffibolli (ég drekk ekki kaffi) sem að Vala fær tvo skammta af. Ég fæ vatn

Til hamingju Indverjar, með nýju útlendingana í hverfinu ykkar
Við erum orðnir fastakúnnar á nokkrum mamak stöðum hérna, þeir elda á götunni og maður kemur og velur sér matinn sem er minnst líkur rottukjöti - en samt virkilega góður matur. Við erum einnig orðin þekkt í DVD búðunum hérna - og mappan með sjórændum USA myndum er tekin upp á borðið þegar við nálgumst hurðina. Þeir vita að við viljum ekkert ekta, enda það eina ekta sem þeir eru með eru endalaust af Bollywood myndum. Ég ætla samt einn daginn að kaupa nokkrar og troða mér í gegnum þær, helst leigja DVD gaurinn með til að útskýra þessa snilld.

Til hamingju Malasía, með þjóðhátíðardaginn
Ég veit ekki hvort að einhver gleymdi að segja þeim það, en þjóðhátiðardagurinn er 17.júní hjá venjulegu fólki. Ég reyndi, það gekk ekki.

Ég var að labba einn heim í gegnum indverjahverfið hérna bakvið þegar hátíðarhöldin voru upp á sitt besta. Hér halda aðallega múslimar uppá daginn, og markar þetta líka síðasta daginn fyrir Ramadan (fasta í 30 daga). Mér var frekar brugðið þegar ég labbaði í gegnum hverfið og sá aðallega blindfulla unglinga með bakpoka (svipar til Íslands) öskrandi á mig að ég ætti að fara heim til míns lands. Ég glotti ágætlega og skundaði heim á leið áður en þeir yrðu of fullur. Ég fékk svo 3 hótarnir á leiðinni frá pirruðum heimamönnum - Við vala ákváðum að leyfa þeim bara að komast í gegnum daginn sinn án þess að þurfa að sjá hvítt. Ég verð að segja að ég votti fyrir smá kaldhæðni að sjá þessa krakka/menn blindfulla - Þið getið sjálf ákveðið hversu djúpt þið farið með þær pælingar - en þær grafast ansi langt hjá mér.

Undir lok þjóðhátíðardagsins þá sýndu Malasíumenn mér að þeir eru mikið betri en Íslendingurinn í að sprengja flugelda og splæstu í mjög flotta sýningu beint í augnlínu frá íbúðinni okkar. Okkur Völu fannst þetta mjög flott.

Til hamingju lesandi, fyrir að lesa bloggið okkar
Okkur þykir mjög vænt um það að fólk hafi áhuga á að fylgjast með okkur, og viljum hérmeð koma því til skila. Sem verðlaun er pláss í sófanum okkar í allavega 2 nætur. Og já, það eru alveg að fara koma myndir..

Oskar Bule

6 comments:

Vala said...

Ég trúi því varla enn að við höfum farið inn í dvd búð í gær - og aftur út um leið af því að hún átti aðeins "original" myndir

Eins og ég er búin að pirra mig á vanvirðingu höfundarrétts í Asíu - labbaði ég rakleitt út úr búðinni sem ætlaði að selja mér "original" Harry Potter á RM 24 og yfir á hitt hornið þar sem hún fæst á RM 8...

Það er þó hægt að efast um að nokkur munur sé á þessum tveimur dvd diskum þó annar eigi að vera "alvöru"...

Anonymous said...

Jibbí, nýtt blogg! Búin að vera að bíða mjög þolinmóð eftir að heyra í ykkur.
Annars hljómar það vel að prófa að þrauka í gegnum eina Bollywood mynd, dáldið svona nýtt og öðruvísi.

Anonymous said...

Jeyjey, nýtt blogg. Gaman að lesa. Ég skildi þó ekki alveg kaldhæðnina í að liðið væri fullt.. af því þeir eru múslimar? Anywho, er að fara að byrja að pakka niður dótinu mínu.. get ekki sagt að ég hlakki til. Ætla að hitta Siggu núna í kaffi og svo e.t.v. byrja ég á þessu helvíti! Fariði vel með ykkur þið þarna hvítingja og þambið áfram gott kaffi!
S

Anonymous said...

úfff ekki alveg nógu og dugleg að kíkja hérna inn :S
Óskar til hamingju með árangurinn í ritgerðinni :+ (frá múttu líka).
Vala velkomin í fjölskyldunna og vera eins og hún = stórskrítin og yndislega (miðað við dvd sögur :S )

Anonymous said...

oooohhh elsku krúttin mín...!!
Alltaf gaman að lesa bloggið.... segi eins og fleiri.. er búin að bíða spennt eftir nýju stykki !!
Annars er ég komin í íbúð á islandsbryggju.. fæ að vera hér í næstum 100m2 for free þangað til 1.okt... ekki svo leiðinlegt það ;)

Svo vona ég bara að tíminn líði hratt því mig langar að fá að sjá ykkar fagra fés hérna í baunalandinu..!!!

Bið að heilsa indverjunum.... og já ég styð óekta... við fílum það ..:)

Vala said...

hahaha - Ólöf mín...var í smá stund að fatta! hehe

Til hamingju með íbúð - hljómar vel! Erum búin að skrá okkur á kollegí vef gaur svo vonandi fer allt að gerast

og Sunna jújú - kaldhæðnin var sökum trúar. Var í sma stund að ná þessu sjálf...

Aldrei að vita nema þú fáir Bollywood mynd í jólagjöf Kristín mín ;) hehe

og Lilja - ég mun seint viðurkenna að ég sé jafn skrýtin og þið;)

hilsen