Við enduðum á "mamak" útiveitingastað sem er á horninu á Heritage Row (ein af aðal tjútt-götunum í Kuala Lumpur). Þeir voru meira en til í að sýna leikinn fyrir okkur og á endanum fengum við stuðning frá mörgum Malasíubúum. Þeim fannst þetta mjög spennandi allt saman en það lá við að við þyrftum að útskýra fyrir þeim út á hvað leikurinn gengur þar sem handbolti er ekkert svakalega vinsæll hérna megin.
Eins og ég las á mbl - við töpuðum ekki gullinu heldur unnum silfrið. Ánægð með strákana okkar.
Ég var líka búin að gleyma því að monta mig af kallinum mínm! Óskar fékk nefninlega A- fyrir BA ritgerðina sína! Endalaust stolt af elskunni minni. Það er ekki eins og hann fari að monta sig hérna á blogginu svo ég stelst bara til þess að gera það. Hann fékk frábærar einkunnir í öllum öðrum fögum. Brilliant drengurinn.
Vissuð þið að Suð-Austur Asíubúar drekka rosalega mikið kalt rauðvín? Þeir halda því fram upp til hópa að rauðvín eigi að bera fram beint úr ísskápnum. Ég veit ekki hvar þessi stórfelldi misskilningur byrjaði en mér hefur ekki tekist að sannfæra neinnn hingað til um að ég hafi rétt fyrir mér og að það eigi EKKI heima inni í kæli. Ein kenningin er að það sé svo asskoti heitt hérna að alir drykkir eigi bara heima í ísskáp. Ágætis punktur þar...
Fékk póst frá Háskóla Íslands og var beðin að vera aðstoðarkennari aftur heima. Ég benti kurteislega á það að ég byggi í Asíu, en hlutverk mitt mun einungis vera að stjórna umræðuþráðum á netinu, svara spurningum o.s.frv. Svipað og ég gerði fyrri hluta haustsins í fyrra þegar ég var ennþá í Danmörku. Ég játaði auðvitað. Alls ekki slæmt það.
Jæja...þá þarf ég að hætta að hanga á netinu og fara að læra. Risa deadline að koma upp hjá bæði mér og Óskari svo nú verður tekið á því.
Vona að allir hafi skemmt sér vel á menningarnótt og að haustveðrið sé að fara vel með ykkur. Hendum inn myndum af íbúðinni bráðlega (íbúðin kemst ca öll inn á eina mynd svo það verður ekki flókið!).
5 comments:
Elsku þið, það er svo gaman að lesa bloggið ykkar!
Til hamingju með aðstoðarkennsluna og snilld Óskars. Frábær einkunn hjá karlinum :).
Farið vel með ykkur og svolgrið svolítið af jökulköldu rauðvíni..
S
elskuOskar minn til hamingju med flott resultat og mikid er gott ad thid erud flutt... sjaumst bradum
knusss mammatengdo
Góður Mússi !!!!!
beztu kveðjur úr Firðinum til ykkar beggja
Steini og Maja
Vá til hamingju með þetta bæði tvö... alveg frabært
Kv. Agnes og co
Við þökkum góðar kveðjur:)
Post a Comment