Hafið þið einhvern tíman vaknað, dröslað ykkur framúr og skellt handsápu á tannburstann ykkar? Hafið þið verið komin í sturtu og kveikt á henni og fattað að þið gleymduð að kveikja á vatnshitaranum og út kemur ÍSkalt vatn? Hafið þið einhvertíman setið á Starbucks og skrifað blogg sem heitir "Til Hamingju" á afmælisdegi móður ykkar og EKKI óskað henni til hamingju???
Þetta gerðist allt fyrir mig á innan við 2 tímum 2.september...og vill ég hér með biðjast innilegrar afsökunnar á þessu athæfi, stundum fer heilinn einfaldlega ekki í gang :( Mamma, til hamingju með afmælið um daginn!! Vill samt benda lesendum á að ég hringdi í hana seinna um kvöldið þar sem ég vissi alveg að hún átti afmæli, ég bara setti það ekki á bloggið, svo ég er ekkert það slæmur sonur. Góður morgun engu að síður.
Við lofuðum að skella inn myndum af íbúðinni, ég smellti nokkrum í gær eftir að við vorum búin að troða 2 skrifborðum inní 35fm okkar, hér má sjá resultið
Svo eru nokkrar fleiri myndir inní albúminu hérna vinstramegin, en þar má sjá þessa líka flottu "bílskúrssölu" sem við Vala héldum í Koi Tropika, eins og sjá má þar - erum við búin að læra margt af markaðssetningu Malasíu búans. Það tókst vel og allt nema rúmið seldist!!!
En þá ætlum við að fara heim í internetslausa heimilið okkar og læra þar til sólin sest :D
Biðjum að heilsa þeim sem vilja, og þeim sem vilja ekki
Kær Kveðja
Óskar Bule
5 comments:
hahaha
jújú fólk...sumir gætu haldið að Óskar væri að plata ykkur með tannburstasögunni og afsaka sig en Ásdís mín - þetta er dagsatt! hló mig máttlausa...
til hammó með ammó aftur tengdó:)
hahaha, var í aulahúmorsskapi þegar ég skoðaði myndirnar af bílskúrssölunni og hló mig máttlausa út af myndinni með völu (woman not included!)
HEHEHEHE já sammála Kristínu hérna að ofan... !! bílskúrssalan er snilld og myndin af völu bara fyndin..!! þið eruð algerir snillingar..!!!!
En huggið ykkur nú í krúttulegri íbúðinni ykkar... það er ótrúlegt hvað það getur nú barasta alveg verið notalegt að vera í svona litlu ;)
Sakna ykkar alveg ROSALEGA... heyrumstum bráðum :)
kv. ólöf ;)
(þú ættir nú að fatta þetta núna Vala mín.... Og gustavsson skírði mig nú þessu nafni þannig að hann ætti vart að gleyma því ;) )
Hæææ, ég held að þú sért ekkert slæmur sonur Óskar minn!
* Agalega er nýja íbúðin sææææt!!!
* Gangi ykkur vel að læra.
* tek kveðjunni og þið biðjið ógissslega vel að heilsa mér!
- Bestu kveðjur,
pakkið!
Heyrdu sonur sæll hvada rosa morall.... thad var sko allveg nog ad hringja. En takk samt fyrir ad upplysa enntha einn afmmo fyrir h.....mm.. øllum :-)
Og tilhamingju med sætu ibudinna fæ bradum ad sja og Vala min thu tekur tig bara vel ut... a sofanum:-)
Saaaakna ykkar
knussss mammatengdo
Post a Comment