Myndirnar eru hérna vinstramegin, þær eru í semi tímarugli þar sem myndavélar voru ekki samstilltar fyrr en í Angkor Wat..Tek það fram að ég var veikur eiginlega allan tíman þegar við vorum í Saigon og hékk því uppá og í kringum hótelherbergið í 2 daga..Hér er samt kennslumyndband um hvernig skal fara yfir venjulega götu í Saigon (Ho Chi Minh) :
4 comments:
Sæl veriði og velkomin aftur "heim":)
Það er búið að vera svo mikið að gera að ég hef bara ekki komist yfir að kíkja á bloggið ykkar í einhverjar vikur. Var að renna yfir færslu frá 27. jún þar sem Vala minntist á skólagjöldin í UK. Ef til vill er ég að segja ykkur old news en ég vildi bara benda ykkur á að þið getið komist úr International Fees pakkanum og niður í Home Fees með því að koma ykkur fyrir og fá ykkur vinnu í UK fyrir ákv. tíma þannig að þið teljist sem workers.. það fer bara eftir því hvenær kúrsinn byrjar. Í mínu tilfelli þurfti ég að vera komin með vinnu f. 1.sept þar sem minn kúrs byrjar á haustönn þannig að ég stökk til og flutti út fyrir rúmri viku, er komin með íbúð og vinnu og er sennilega þ.a.l. búin að lækka skólagjöldin mín um 70% eða ca. milljón.. þið getið allavegna haft þetta á bak við eyrað:)
Ég vona að þið hafið það gott.. ég fæ alveg ferðafiðring þegar ég les færslurnar ykkar. Þetta er ekkert smá ævintýri!
Hvenær reikniði svo með að koma aftur..? Ef þið eigið leið um England þá megiði endilega vera í bandi:)
Knús, Arna
Hérna er e-mailið/msnið ef ykkur langar að spyrja frekar út í skólagjöldin eða bara til að senda línu:) arna_runars@hotmail.com
já...alveg - Arna mín þetta eru sko ekki old news í mínum eyrum! Aumingja Helen mín nýkomin til Glasgow...damn damn
Leiðinlegt að við gátum ekkki kvatt þig! Vona að þú hafir það gott úti í bili - aldrei að vita nema maðru hittist á evrópurúntinum á næsta ári:)
Get ekki beðið eftir að sjá myndir frá Kambódíu og Taílandi!
Í kvöld eða á morgun kemur allavegana Kambódía!! lofa
xxx
Post a Comment