Aug 4, 2008

Komin heim!

Jæja, þá erum við komin heim til Puchong, Malaysia! Setningin "ji hvað ég er feginn að vera kominn aftur heim í siðmenningu" poppaði út úr Óskari þegar við stigum út úr AirAsia vélinni - sem er jú setning sem við héldum að yrði seint sögð um Malasíu.

Ferðin var æðisleg í alla staði. Miðað við allt sem við sáum og upplifðum finnst okkur eins og við höfum farið í tveggja mánaða ferð...enginn var rændur - ég, Andri og Sara fengum smá í magann en það er nú ekki við öðru að búast..Sigga kom veik út og jafnaði sig svona hálfpartinn í ferðinni og Óskar og Sara náðu að fá smá flensu fyrri partinn en það bjargaðist allt saman og náði ekki að spilla neinu!

Sáum ótrúlega magnaða hluti á þessum þremur vikum sem við gleymum seint. Við Óskar erum liggur við farin að bóka næstu ferð til Víetnam...höfum vonandi tök á því að fara aftur þangað áður en við förum héðan - og fara þá til Hanoi og príla eitthvað niður landið.

Náðum því miður ekki að stoppa við í Tiger Temple í Tælandi eins og við höfðum ákveðið þar sem lonely planet bókin okkar var ósammála opnunartímunum þar...og svo var draumurinn hennar Siggu að synda með höfrungum í Pattaya - Tælandi svo við hringdum þangað og ætluðum að "rúnta yfir". En við fengum svarið "they are too pregnant and small, come back in two months"...svo það var því miður ekki hægt í þetta skiptið.

Þeir sem vilja detailed ferðasögu verða bara að heyra í okkur í síma - annars held ég að þessi færsla endi aldrei...

Helgin er búin að vera frábær hér heima - fórum út að borða á YoSushi, uppáhaldsstaðnum hennar Siggu með Kristínu, Cyppi og Ágústu og áttum gott kvöld. Andri og Sigga héldu svo af stað heim í gærkvöldi en Sara verður hérna fram á laugardagsmorgun. Við tekur smá slökun og huggulegheit eftir allan túrismann.

Setjum inn myndir í kvöld!

1 comment:

Anonymous said...

velkomin" heim" elskurnar eg er fegin ad allt gekk vel hlakka til ad sja myndir af ykkar ævintyraferd...
knus og kram
mammtengdo