Hafið þið einhverntíman staðið hálf í rigningu og hálf í sól? Það gerðum við síðasta daginn okkar í Puchong. Magnað alveg hreint.
We moved!...og búum í æðislega sætri og lítilli íbúð í miðbæ Kuala Lumpur! Lofthæðin er samt rosaleg svo hún virkar mun stærri (og manni líður ekki eins og maður búi í eldspítustokki). Blokkin okkar er "city central" punkturinn á túrista-kortunum!
Búum á 9. hæð og þar er æðisleg líkamsrækt. Sundlaugin er svo á 8. hæð. Öryggið í blokkinni er svo mikið að við þurfum að vera með lykilkort til að komast á okkar hæð - svo við komumst aðeins á 9. hæð. Það er mjög góð tilfinning...alls er blokkin um 35 hæðir.
Óskar er búinn að prufukeyra ræktina og tókum við litla dýfu í sundlauginni. Þegar maður liggur á bekknum í lauginni horfir maður beint á 421 metra háan KL tower. Þetta verður ekki betra.
Núna sitjum við á sunnudagsmorgni á Starbucks að fá okkur kaffibolla og læra. Það er nefninlega bara hinum megin við götuna;) Jiiii við erum svo glöð. Enginn strætó eða leigubíll - bara lappirnar tvær sem koma okkur hvert sem við viljum fara og svo metro þess á milli.
Það er líka svo gaman að geta farið í göngutúr á kvöldin...erum búin að rölta út um allt og alltaf er eitthvað skemmtilegt sem kemur okkur á óvart. "Little India" hverfið er bak við blokkina okkar þar sem er næturmarkaður á kvöldin og fullt af litlum og skemmtilegum búðum. "China town" er svo í 5 - 10 min göngufæri, KL Tower um 800 metrum frá okkur og Petronas (tvíbura) í um 2km fjarlægð. Draumur í dós!
Svo erum við að reyna að finna stað sem sýnir handboltaleikinn á eftir - við klakamenn mögulega að verða Ólympíumeistarar? Það þarf ekki að ræða þetta frekar. Okkur tókst að horfa á Ísland-Spán á einhverjum ítölskum veitingastað sem er lokaður á sunnudögum. Sjáum hvernig leitin gengur á eftir!!
ÁFRAM ÍSLAND
6 comments:
Ohh, EN ÆÆÆÆÆÐISLEGT1 Samgleðst ykkur INNIIILEGA! Vá hvað mig langar í vera memm. Það er þó ekki möguleiki, en maður má alltaf láta sig dreyma :). Ég, Sunna svartsýna er orðin heeeeldur neikvæð á Ólympíugull. Frakkar og við í úrslitum þýðir bara bad luck! Við töpuðum á móti þeim í Barcelona ´92 og þá voru hlutirnir alveg eins. Við misstum bara boltann út og suður.. reyndar er markmaður þeirra núna alveg ógeðslega góður. Fuss og svei, taugar eru veeeel þandar hérna megin núna.
Jæja, nú fer útsendingin að hefjast aftur.
Ástarkveðjur á ykkur mín kæru. Hafið það ávallt sem allra best! Passið ykkur bara!!
Sunna
Til hamingju með nýju vistarverurnar, hljómar ekkert smá nice!
og nei við erum bara silfur... ;)
knúsogkossar
siggadögg
Til hamingju með nýju íbúðina. hljómar ekkert smá nice, búð bara spennt eftir myndum. Treysti stóra frænda í það hehe
Kv. Íris Ósk
Jeij, til hamingju með nýju íbúðina, hljómar æðislega vel. Heyrumst vonandi bráðum og þú getur sagt mér frá nýja hverfinu :-)
Til hamingju með flutningana! Verðið að setja inn myndir af íbúð og nágrenni svo maður geti lifað í gegnum ykkur!:)
Takk takk:) Já, förum í það að taka myndir og henda hingað inn!
Post a Comment