"I heard that they have this book in Iceland, that has a registry over ALL Icelanders - their phone number, address and everything-right?" sagði maður frá Afríku við vin sinn þegar hann hitti okkur hérna niðri hjá Pinto og frétti að við værum Íslendingar.
Ég hafði í rauninni ekki spáð í því áður hvað þessi símaskrá okkar er merkileg - svona þar sem allt landið kemst fyrir í eina ágætlega þykka bók (svona áður en þeir skiptu þessu niður eftir landshlutum allavegana en ég var ekki að fara að eyðileggja þetta fyrir honum.....)
Sara, Sigga og Andri komin-fullt hús og partí!
Það er búið að rölta um helstu staðina í Kuala Lumpur - stelpurnar búnar að versla sér nokkra kjóla og fara í forever 21 - china town verður tekinn í kvöld - Genting Highlands (þar sem er m.a. casino, skemmtigarður og e-h svona dæmi) á morgun og margt annað planað. Í gær fórum við fimm + Sandra, Ívar, Kristín, Cyppie og Ágústa á Luna bar, sem er bar á 33 hæð ofan á hóteli. Hann er undir berum himni - og maður situr svona alveg við silluna og horfir yfir skylinið og turnana og æðislega útsýnið..þar er líka sundlaug og svona fínerí en það er víst fyrir hótel-gesti svo maður má ekki henda sér ofan í svona á kvöldin. Magnaður staður alveg hreint og æðislegur matur....enduðum kvöldið á rosalega local klúbbi þar sem við fórum í ljótu-dansa-keppni með fullt af kínverjum. Hrikalega hressandi alveg hreint.
Í fyrradag fórum við svo á Bangkok jazz - sem er frábær Thai staður. Borðuðum á okkur gat með víni og úber þjónustu á lítinn pening miðað við central KL. Verður ekki mikið betra. Pandan leaf chicken er bara soooo tasty....
Plan dagsins er svo að hanga við sundlaugina og skoða eyjur sem við höfum áhuga á því að kíkja á í Tælandi. Ef þú hefur farið á æðislega low-túristí eyju í Tælandi - þá máttu endilega deila því með okkur. Það er bara um allt of mikið að velja...
Förum svo af stað á mánudaginn til Saaaaaaaigon
Góða helgi
3 comments:
Stundum græt ég bara við að lesa þessar færslur...veit ekki um neina eyju fyrir ykkur... en góða skemmtun og njótið tímans
kv. Agnes
elskurnar bara rosalega goda ferd og passid bara ad ekki "flytja pakka tøskur" fyrir adra en ykkur latid heyra fra ykkur a einn eda annan veg
knusss
ahyggjufull mamma tengdo
ps hvenær komid thid "heim" aftur??+
skemmtið ykkur æðislega vel í ferðinni ykkar!
Post a Comment