Mar 22, 2008

Vala lillemann

Jæja. Kominn tími á smávægilegt update

Átti alveg magnaðann dag á fimmtudaginn! Múhammed kallinn átti afmæli, svo augljóslega var sá dagur heilagur hér í Malasíu og allir í fríi. Ég er búin að vera í skólanum alla vikuna og á morgun eigum við að halda huges scary fyrilestur í hópum. Við ákváðum að hittast á hinum heilaga degi múslima síðasta fimmtudag á skrifstofunni hjá bekkjarfélaga mínum í Kuala Lumpur til að ræða verkefnið okkar....

Ég mætti til KL og skráði mig inn á voðalega formlegan hátt í þetta risa fyrirtæki - PFC Energy (m.a. oil and gas business....). Kem svo upp á skrifstofu til bekkjarfélagans sem er rooooooslega falleg og fín - og uppi á 27. hæð með útsýni beint yfir tvíburaturnana og sky-linið. Þetta var bara alveg magnað útsýni...held að ég hafi bara ekki verið svona hátt uppi á skrifstofu áður yfir höfuð - svo litlu Völu fannst þetta magnað. Kemur svo í ljós að hann er director fyrirtækisins í Malasíu (eru með head quarters í Washington og eru út um allan heim) svo þetta lið sem er í bekknum mínum er allt í einhverjum fancy pancy störfum. Monssonið kikkaði inn með tilheyrandi þrumum og dansandi eldingum sem var alveg magnað að sjá í þessari hæð...

Í lok vinnudagsins vorum við þrjár stúlkur rooosalega svangarin (ég, Anna Lisa (indian-malay) og Zoe (chinese-malay)). Röltum út og við blasti T.G.I. Fridays, Dominos, Pizza Hut og fleira "öruggt" og kunnuglegt. Þá var tekin skörp vinstri beygja á "mama's" staðina (það er það sem þeir kalla útiveitingastaðin sína) og spísað á einum kínverskum /malasískum. Smakkaði "nasi lemak" sem ég er búin að velta því fyrir mér lengi hvað þýði...það er lítill skammtur af kókos-hrísgrjónum með smá curry sósu, vafin inn í bananalauf og svo dagblað. Svo voru svona 6 soðin egg á hverju borði sem maður á víst að snæða með nasi lemak máltíðinni sinni...þetta er víst morgunmatur en við gæddum okkur á einu slíku svo útlendingurinn gæti nú smakkað! Þegar við vorum farnar að hugsa okkur til hreyfings var svo risavaxin rotta að gæða sér á eggjaskurn í 2 metra fjarlæg....við vorum ekki lengi að hefja röltið.

fleiri matartengdar smásögur...

Ég og Sandra fórum á miðvikudaginn í æææævintýralega ferð til KL...hún fékk mjög random símtal á þriðjudaginn þar sem henni var boðið að leika í einhverjum semi þætti sem væri birtur á netinu fyrir ágætis pening - og hún átti endilega að taka alla "hvítu" vini sína með sér. Okkur fannst þetta aðeins of fyndið til að tékka ekki á - og mættum á skrifstofu þeirra á miðvikudaginn (vorum sem sagt búin að komast að því hver lak nr hennar Söndru o.s.frv. svo þetta var safe...). Þetta var jú - með vandræðilegri mómentum sem ég hef upplifað...það var mæling - vigtun - myndataka (show some personality - be a rocker chick og nefndu það!! ) og svo var pleisið yfirgefið með tilheyrandi gífurlegum kjánahrolli. Við fengum símtal daginn eftir og höfðum verið "casted for audition" í þennan blessaða internet-þátt....15-25 þús kall fyrir daginn (sem eru) huges peningar hér) en við ætlum ekki að vandræðast í þetta, hehe..skúl og svona þessa dagana! fínt að fá pening einhverntíman fyrir að standa eins og illa gerður hlutur í aukahlutverki í auglýsingu eða eitthvað (hint hint Gústa. Þetta var allavegana hræðilega fyndin og skemmtileg lífsreynsla...eftir þetta fórum við svo á indverskan stað nálægt Chulan tower (þar sem ég er í skóla) sem ég var búin að spotta - og þar fengum við loksins ææææðislegan indverskan mat! Rosa góðan kjúlla-nan-rice og tilheyrandi. Brostum allan hringinn indversku kokkunum til mikillar gleði og munum fara þangað aftur í bráð!

OG í gær...fékk ég "ekta" indverskan mat! fór með Önnu Lísu (sem er með mér í bekk og er indian-malay, nafnið borið fram alveg eins og á íslensku) í hverfið hérna við hliðina á heimili okkar og borðaði frumlegt brauð með frumlegum sósum og kókosmjólk ofan á bananalaufi - með puttunum eins og maður á að gera. Það gekk svona líka ágætlega. Eftir nokkrar vikur og nokkrar smakkanir - á ég víst að finna bragðmun á dótaríi á bananlaufi - og dótaríi á disk, spes...

Síðast en ekki síst í updati vikunnar - fjölskyldan hefur stækkað við sig! ......
við höfum eignast fisk:) þetta er bardagafiskur sem er rosalega fallegur á litinn og einstaklega gáfaður. Hann hefur fengið nafnið Snati - bæði af því að það er svakalega skemmtilegt og vegna þess að hann dillir sér eins og hundur þegar hann sér gula lokið á matardollunni sinni, veit alveg hvað er að koma. Við bjóðum hann formlega velkominn ásamt Teit og Eddie (jú pínkulitlu eðlunni sem býr hálf inni á gestaklósti og hálf inni í útiherbergi og sér um að borða mosquito-flugurnar okkar).

Staða mosquito bita fyrir neðan hné: 7 (Eddie er vel þjálfaður, bitin koma utan öruggra veggja heimilis okkar!

Wish me luck með fyrsta fyrirlesturinn minn í skólanum sem ég er að fá vægt taugaáfall fyrir....

2 comments:

Anonymous said...

Fyrirlestur smyrirlestur. Ég vil að gefnu tilefni segja að líterinn af bensíni er komið yfir 150 kr. per. líter hér á klakanum. Allar fréttir snúast ENDALAUST um gengi.

Ég hræki samt sem áður á tölvuna með von um gott gengi í fyrirlestri.

kv.
Pizzupabbi

Anonymous said...

Gangi þér ofboðslega vel skvís!... tufftuff
Annars ætlaði ég að spyrja þig hvort þú hefðir fengið sms sem ég sendi um daginn? bara að tékka hvort það virki...