Eins og margir vita eflaust, þá hef ég aldrei verið talinn lágvaxinn einstaklingur. Ef maður horfir t.d. á bekkjarmyndina mína frá 1.bekk þá var ég settur í miðjuna til að mynda þennan líka fallega píramída. En með árunum þá náðu flestir mér hægt og rólega og núna er ég svona að mestu leyti búinn að jafnast út við aðra meðlimi íslendingafélagsins góða. Ég get sagt það núna að í vegabréfinu mínu stendur 190 en ég mældi hæð mína um daginn og þar kom fram að ég er ekki nema 189. Spurning hvort að aldurinn sé farinn að segja til sín og að ég minnki fyrr í samræmi við hvað ég stækkaði fljótt.
Eftir að ég kom til Malasíu þá hef ég fengið svipaða tilfinningu og þá sem ég fékk eflaust á mínum fyrstu skólaárum. Ég hef tekið saman topp 5 lista yfir erfiðleika sem ég mæti hér mjög oft.
1. Rúm
Asíubúinn hefur ákveðið að öll rúm verði gerð 180 á lengd. Þetta þykir feikinóg og fussar malasíubúinn yfir því að maður sé að leita að einhverju lengra. Eins og staðan er núna þá liggja meirparturinn af leggjunum mínum útaf rúminu mínu þegar ég sef. Þetta er viss ókostur, en skemmtilegt engu að síður.
2. Rúllustigar
Ég var um daginn að fara upp rúllustiga í einhverju malli hérna. Ég snéri mér afturábak því ég var að ræða málin við einhvern sem stóð fyrir aftan mig. Svo tek ég góða sveiflu til að snúa mér við, og ca. 5 cm fyrir framan mig blasir kannturinn á loftinu. Ég rétt náði að beygja mig svo ég fengi ekki vænan heilahristing. Beygingin var svo fagmannlega gerð hjá mér að þetta þótti hin besta skemmtun.
3.Vaskar
Af einhverri ástæðu sem ég skil ekki fullkomnlega þá hefur Malasíubúinn ákveðið að það sé ca. 3cm sem maður hefur til að þvo sér um hendurnar. Vaskarnir sjálfir eru venjulega stórir en maður myndi halda að kraninn sé tekinn úr húsinu hjá hobbitanum Bilbo Baggins. Þetta kemur sér einstaklega illa þegar maður er með íslenskar sjómanna hendur. Þess fyrir utan setja þeir vaskana í ca. meters hæð svo að maður þurfi alveg örugglega að beygja sig niður til að þvo sér. Þið getið rétt ímyndað ykkur stöðuna sem ég þarf að koma mér í til að þvo hendurnar.
4.Ræktin
Öll tækin í ræktinni hérna heima hjá okkur eru ofur lítil. Þegar maður er í vélar bekkpressu þá er eins og ég sé að ýta hjólbörum. Það var komist að því hvernig væri hægt að still þetta fyrir mig, en það fól í sér einhverjar sundurtekningar á hinum og þessum tólum. Virkar samt fínt núna.
5.Tónleikar
Ég hef farið á tvenna tónleika hérna, og það má kallast kostur að vera stór á þeim sökum þess að maður sér af sjálfsögðu yfir alla. Ég snéri mér við um daginn þar sem ég stóð í miðjum áhorfendahópnum, og mér til mikillar skemmtunar sá ég að það var alveg tómt svæði ca. 5 metrum fyrir aftan mig. Allt í kringum það var hinsvegar þétt staðið. Varla getur þetta kallast ókostur fyrir mig, en mér finnst að Malasíubúinn megi eiga einn ókost við að hafa mig í þessu landi á þessum lista.
Þessi listi er langt um frá búinn, en þessi atriði eru ofarlega á honum. Ég jafnvel kem með fleiri þegar á líður. Vona að þið getið skemmt ykkur yfir stærð minni hérna.
Þangað til næst,
keep it big
Oskar Bulei
8 comments:
I feel your pain! eða réttara sagt þá gerði ég það þegar ég var yngri, var alltaf laaang stærst í bekknum, en blessunarlega hefur fólk náð mér núna :-)
Það væri nú skemmtilegt að sjá myndir af risanum í putaland ;-)
Stay strong my giant...
Kv. Billy Crystal
múhahahaa
ég verslaði mér nærföt í tælandi og það var BIG mistake
"haha, you so big, you need extra large we no have so big"
tístaði litla afgreiðslukonan sem leit út fyrir að vera tólf ára en var í raun tuttuguogtveggja ára fimm barna móðir og gekk um í medium.
skemmtilegt eða ekki.
kveðjur frá keilugrandanum ;)
(erum sémsagt flutt)
Þú ert svo myndarlegur og litlu kallarnir eru bara öfundsjúkir...litli frændi mun reyna að feta í þín spor en ekki hobbitafjölskylduna í föðurætt sem n.b. myndu sóma sér vel þarna í Asíunni
Jú þetta lætur hugann fljúga í áttir að náttúrunni en eins og við öll vitum þá er það spendýrum tamt að fjölga sér.
Mér er spurn;
Hefur háttvirtur Óskar skoðað nánar úrvalið af verjum þeirra Malasíubúa. Getur verið að gúmmíverjur þeirra dugi ekki á "sjómannslimi" Íslendingana.
Einnig er hægt að spyrja frk. Völu;
Pillan hefur fest sig í sessi sem sterk getnaðarvörn á Vesturlöndum. Getur verið að sú pilla sem dr. vísar á hér á fróni myndi koma í veg fyrir frekari fjölgun Malasíubúa. Ein pilla á hverja milljón kannski.
Einnig er athyglisvert að vita hvort hettan c jafnvel eins og rúsína á stærð þarna eystra.
kv. Mávur
heheheh Maður þarf bara að fara í kína hverfi í útöndum til vera risi þegar maður er bara 163 hehe
Mamma Söndru
ohh ég var að hitta litla nýja frænda þinn óskar! hann er SVOOO sætur!!!
hann er meira að segja svo duglegur að stækka að foreldrarnir vildu bara kaupa á hann skólaföt strax!!
krútt :)
kveðja harpa sjöfn
jeminn hvað þetta var skemmtilegt...gaman að fara hálfhlæjandi að sofa:)
kv,
-Kolbrún Ýr
Post a Comment