Mar 23, 2008

Formúlan af einum?

Já, við skelltum okkur á F1 í dag. Ég týndi eyrnatöppunum mínum eftir fyrsta hring, þannig að heyrnin mín er mjög takmörkuð akkurat núna. Mjög athyglisvert að sjá bíla þjótast um á 300 km hraða framhjá sér. Við sáum nokkrar afleiðingar af því að keyra of hratt, en annar ferrari manna ákvað að hann væri ekki nógu mikið framanlega og gaf í of harkalega, og endaði útaf. Svo byrjaði að rjúka úr einum þarna og hann þurfti að fara útaf. Vandamálið við að horfa svona á Formúluna er að maður hefur ekki hugmynd um hvað er að gerast. Ég sá bara endalaust af þessum bíljum þjóta framhjá og svo nokkra fara útaf. Menn redda svona upplýsingum með því að vera með talstöðvar sem hlera rásir, og einnig útvarpslýsingar í headphones. Ég man að kaupa þannig næst :D Smelltum nokkrum myndum, en Vala greyið komst ekki með því að hún var að flytja þennan líka frábæra fyrirlestur. Ég veit ekki hvaða ævintýri er næst, en miðað við þau síðustu þá ætti það að verða rosalegt :D

2 comments:

Vala said...

Mórall að missa af þessu!!!

...og svo var páskadagur og allt! alveg ekki málið að vera í skólanum þann daginn - but oh well...

Anonymous said...

Magnað ..