Jan 18, 2008

Special price only for you my friend - CHINATOWN!

Getur einhver sagt mér hvar þessir menn, sem vinna á básunum í Chinatown lærðu söluræðurnar sínar? Og getur einhver sagt mér hvar Vala lærði að taka þessa menn niður og láta þá selja okkur vörurnar sínar grenjandi?

Byrjuðum daginn í gær á að fara til Nottingham University sem er btw. MJÖG langt í burtu, og kannski betri lýsing, inní miðjum frumskógi - án gríns.
Ég beið eftir að apahjörð myndi koma beint úr frumskóginum og chilla með okkur. Hinsvegar er skólinn eflaust sá flottasti sem ég hef séð og mjög skipulagður. Allt starfsfólkið mjög hjálplegt og allir eitthvað voðalega vinalegir. Það gæti verið útaf því að við vorum eina hvíta fólkið innan við 100 km radíus og þeir hafi ekki alveg vitað hvernig þeir áttu að hegða sér, hver veit. Það koma myndir frá skólanum á næstu dögum, tölvan mín virkar bara ekki á netinu hérna akkurat núna en það koma bráðum myndir.

Eftir skólann fórum við til Kuala Lumpur, sem er einmitt höfuðborg Malasíu. Fórum og skoðuðum tvíburaturnara, sem er mjög háir og flottir - Það er það eina sem ég get sagt um þá.
Hinsvegar fórum við í Chinatown, og þar kom Vala útúr búrinu, og skildi alla sem hún talaði við eftir grátandi. Ég get allavega sagt ykkur að ég fór þaðan með: 4 boli, úr, Kimono, 3 sokkapör, belti og fleira á undir 2000 kalli. Það hlýtur að teljast frekar gott.

Eftir KL þá tókum við taxa heim þar sem leigubílsstjórinn var voðalega mikið að monta sig á að hafa keyrt taxa í 5 ár og vissi hvar allt var í Malasíu. Hann vissi hinsvegar ekki hvar Koi Tropica var, en það er blokkin okkar. Hann vissi heldur ekki hvar Cyberia var, en það er þar sem Íbbi og Sandra búa. Sú ferð gekk samt vel þar sem hann hringdi í frænda sinn sem var víst búinn að keyra í 20 ár. Sá gæji gat þrengt þetta niður í 15 km radius svo fundum við útúr þessu.

En já, þar sem sólin skín og sundlaugin bíður þá ætlum við Vala að skella okkur í Brunch hérna á Thai staðnum niðri og fara svo í sundlaugina.

Ding Dong

5 comments:

HerraSir said...

Afhverju varstu að kaupa þér Kimono? :/

Anonymous said...

VALA MÍN, ÉG ER SVO STOLT!
that a girl! og að fara tanna sig.. ég er klárlega með þér og skara í anda :)
keep up the blogging því að í snjónum er ekki gaman.. þaðe r heldur ekki gaman að vera á götunni.. en já margt sem ekki er gaman..hmm.. steik á föstudegi, klárlega

Anonymous said...

Af hverju í ósköpunum varstu að kaupa kimano???
Ég á einn og hann er ALDREI notaður...
En 15 km radíus að finn hús er samt sem áður alveg þokkalega mikið, en þið hafið vonandi komist heim á endanum hehe

Anonymous said...

uhhh..kimono er klárlega málið, ég og Vala sátum útá sv0lum í gær í kimono með bjór að horfa á sólarsetur...eina sem vantaði var hengirúmmið. Svo er Kimono líka bara skuggalega pempin..holla

Þórir said...

Thai brunch hljómar of vel... ég er farinn að fá mér thai mat.