Jan 14, 2008

Næstum því komin!


Eftir að hafa vakað í 48 klst og sofið í ca. 3 af þeim þá erum við orðin svoldið þreytt! EN bara eitt flug eftir og þessa stundina sitjum við á vellinum í Dubai að bíða eftir því að fara um borð. Komum með betri ferðasögu seinna þegar heilinn í okkur fer að starfa á venjulegum hraða. Þó getu við sagt að við fengum auðveldlega heimild til að fara til Malasíu ólíkt ruglinu sem Íbbi og Sandra lentu í. En nú er verið að kalla í vélina og við ætlum að reyna vera fersk :D Óskið okkur góðrar ferðar.

8 comments:

Anonymous said...

hahaha djöfull eruð þið ógeðslega hress á þessari mynd!!! hahahaha

Sjáumst fljótlega :)

Anonymous said...

vá, langt ferðalag elskurnar mínar... vona að þið komist heil á höldu til malasíu, hlakka til að heyra ferðasöguna :)
knús frá hörpu

Siggi said...

Góða ferð!

Elín Thelma said...

hæ hæ og gott að heyra að þið séuð nánast komin eftir heljarinnar ferðalag:)
Hafið það gott elskurnar og ég hlakka til að lesa ferðasöguna!

kv. Elín Thelma

Anonymous said...

Elskurnar mínar, gott að heyra að þetta hafi gengið allavega þokkalega. Ykkar er strax sárt saknað hérna á klakanum. Luv jú all
kv. Stóra systir

Guðjón Reynir said...

Frekar þreytt að sjá á þessari mynd en nú get ég sagt.: Velkomin á áfangastað - mjög gott að heyra að ferðin gekk vel. Var að tala við Óskar sem var með Íbba, Söndur og auðvita Völu í Molli að kíkja á hvað er í boði.

Anonymous said...

ZOOOOMMMBIES, en gott ad heyra ad thid erud a lifi!!!!!

Vala said...

hvað meiniði - höfum sjaldan verið svona fersk;) hehe