Jan 16, 2008

Þetta hafðist allt saman

Jú góðan og blessaðan daginn
Hér í malasíu er klukkan 5:33 am og ég er kominn á fætur. Það virðist vera svoldið erfitt að snúa þessum sólahring á réttan veg en maður var ekki búinn að búast við neinu öðru svosem. Kannski vaknaði ég sjálfkrafa því ég vissi að apple var að gefa út nýja vél og líkaminn minn þurfti að sjá hana. Ef svo er þá þarf ég að fara í apple meðferð (það er pottþétt til)

Þessi ferð gekk eins mjög vel miðað við hluti sem hefðu getað farið úrskeiðis. Strax á Íslandi þegar við komum um borð í Icelandexpress vélina (var ekki frá Icelandexpress en samt var Heiðar snyrtir þar sem flugþjónn) þá kom fyrsta panikkið. Vélin bilaði þegar við vorum komin á runwayið og þurfti að keyra hana til baka til að testa hana eitthvað. Eftir ca. klukkutíma sagði flugmaðurinn: "there is a problem with the right engine, but we think that we have fixed it, so we are going to takeoff and hope for the best". Maður segir ekki við fulla vél af fólki að þú HALDIR að þú hafir lagað vélina og ætlir af stað. Gott og blessað samt, við komumst til London.

Þar sem við lentum á Stansted og flugum frá Heathrow þá þurftum við að ferja okkur á milli.
Fórum í Stansted express lestina sem var af sjálfsögðu biluð (fór bara hálfa leið) og enginn sagði okkur neitt :D Eftir 5 túbur í neðanjarðarkerfi London og 2 venjulegar lestir vorum við komin á Heathrow.

Ég drakk minn fyrsta kaffi á heathrow enda vorum við ekki búin að sofa í 30 tíma þegar þar var komið. Ég mun ekki drekka kaffi aftur. Inní vélina var farið og tekur við okkur vél sem er með 3 + 4 + 3 sætaröðum, allir með tölvu og sér sjónvarp Þar sem var hægt að velja hvað maður vildi horfa á. Endalaust af myndavali og þáttum. Svo fengum við menu kort þar sem við fengum að ráða hvað við vildum fá að borða. Þetta var 7 tíma flugferð til Dubai og gekk bara mjög vel.

Lentum í Dubai þar sem við náðum að sjá aðeins þessar byggingar í fjarska, sáum allavega hótelið og þessa hæðstu byggingu heims. Fórum og spurðum um hvort hægt væri að kaupa bjór einhverstaðar og þá var spurt á móti : "Beer, what is this beer" og við svöruðum: "It´s an alcaholic beverage" gæjinn varð engu nær svo við slepptum þessu bara.

Frá Dubai flugum við til Kuala Lumpur og var sú flugferð mjög svipuð og þeirri fyrri, nema hvað að það var seinkun og til að bæta tímann þá held ég að flugmaðurinn hafi stytt sér leið yfir Indlandshaf. Það voru svona 4 tímar í næsta land og ég beið eftir að mótorinn myndi klikka. Við áttum allavega að vera 7 tíma en vorum 6. Lentum í KL klukkan 21:00 þar sem ágústa komog sótti okkur. Hún var með einkabílstjóra með sér sem keyrði eins og hann væri með byssu við hausinn. Það gera það reyndar allir hérna.

Í gær fórum við í Sunway hverfið, þar sem Sunway Mall-ið er með Íbba og Söndru. Við skiptum liði enda var ég snöggur að sjá að stelpurnar myndu taka sér sinn tíma þarna inni. Þarna inni var meðalannars Íshokkívöllur og 50 brauta keilusalur - Mikil geðveiki

Þetta er orðið ALLT of langt og ekki mikið innihald, en við komum með skemmtilegri sögur bráðlega - Kveðja frá Malasíu

btw. þar sem klukkan var að slá 6 a.m. þá heyri ég núna einhvern gaur syngja í moskvu hérna rétt hjá, nú á að biðja.

Dong Dong

9 comments:

Sigga Dögg said...

JEY JEY JEY
Óskar þú er einn heljarinnar penni! þetta var ofsalega skemmtileg lesning, það verð ég að játa!
elsku sætu krúttin mín, veriði velkomin í landið þar sem allt er öfugt (bíddu var það kannski ástralía?) allaveg, hafið það ofsalega gott og mun ég tjekka hér á hverjum degi :)
hlakka til að kíkja í heimsókn.. :)

Anonymous said...

Hahahahahaha Ding Dong... kveðja frá manninum mínum. En annars var þetta skemmtileg lesning og gott að heyra að þetta gékk svona næstum því áfallalaust...en shit...halda að sé búið að laga...ég hefði dáið á staðnum.
Luv AG

Anonymous said...

hæ hæ elskurnar mínar... frábært að þið séuð komin til Malasíu heil á húfi, hefur örugglega verið rosalegt ferðalag. Ég er strax farin að sakna ykkar óendanlega mikið og hlakka til í að heyra aftur frá ykkur...ég held ég verði bara að koma til ykkar í sumar ;D

Kveðja
Sara ykkar

Anonymous said...

Gott að heyra að ferðalagið gekk vel, eða jæja, að þið komust á leiðarenda. Hlakka til að lesa meira, verið nú dugleg að skrifa svo að maður hafi eitthvað að lesa í vinnunni;)

Anonymous said...

jú jú Sigga mín - einmitt allt öfugt í malasíunni einsóg í ástralíunni! vinstri umferð a´vegum og í stigum og alles...og crazy bílstjórar í þokkabót

lofum að verða dugleg að updata blogg og myndir!

HerraSir said...

Skari þú ert að draga úr hversu hellaður þú hefur verið í þessu flugi. Annars hugs and kisses my luvs. Hlakka til að fá update...

Anonymous said...

"Jæja, Við lifðum þetta af"- Sagt með ótrúlega litlum sannfæringarkrafti :).
Til hamingju með að vera komin á áfangastað, hlakka til að heyra meira af ykkur á næstunni

Anonymous said...

Skemmtileg lesning, hlakka til að lesa meira síðar. "Þetta var smooth" "semi skoohhhh" hahaha Óskar minn þú ert bestur:)

Þórir said...

Óskar? Er ég að lesa það rétt að þú sért hræddur við að fljúga?

Gott að heyra að þið hafið það gott í nýju landi.
Var að reikna það út að það er jafn langt:
á milli okkar og
á milli mín og Íslands og
á milli Íslands og ykkar.
U.þ.b. 7000 km... Tilviljun?