Kreppulausu fréttirnar halda áfram....
Við hér úti erum svo laus við kreppuna að við erum farin að gefa hinum meðal Malasíubúa pening.
Já gott fólk: Óskar var rændur aftur í dag á okkar vinalega Starbucks!!!
Við skunduðum í money changer í gær og skiptum dollurum á fínasta gengi yfir í ringit og fengum 1000 stykki.
Við eigum þau 1000 stykki ringit eigi lengur og stolt karlmannsins er sært. Honum fannst eigi skemmtilegt að Malasíubúinn hefði náð honum ekki einu sinni, heldur tvisvar á svona stuttum tíma. Fussumsvei.
Bjarti punkturinn: Töpuð greiðsukort, ökuskírteini og önnur skilríki sem töpuðust í fyrra ráninu hafa ekki enn lent í póstkassanum hjá okkur svo það tapaðist "bara" cash....
Kallinn rústaði mér í Scrabble í lok dagsins og fékk vonandi stoltið til baka.
2 comments:
Það er mjög slæmt þegar stolt karlskepnunnar særist. Gott ráð við því er að leyfa honum að laga eitthvað sem er bilað í íbúðinni, eða að ná eðlunni úr vasknum. Vera svo ofboðslega þakklát og sýna aðdáun á hugrekki og dugnaði hans. (líka hægt að leyfa honum að vinna í scrabble, virkar fínt)
hahaha
Helduru að kallinn hafi ekki einmitt náð eðlunni úr vaskinum í gær! Ég finn eitthvað bilað handa honum á eftir til að laga (ekki erfitt í þessu blessaða landi - gæðin á íbúðum alveg superb eða þannig)
Þá ætti hann að vera búinn að ná upp stoltinu aftur við heimkomu!
xxx
Post a Comment