Sep 26, 2008

Hlaut að koma að því

Já fólk og geitur, það hlaut að koma að því: Ég var rændur.
Núna er Dengue Fever það eina sem er eftir af þessum asíupakka, en það er einmitt einhver faraldur að byrja í Malasíu - þá aðallega í Kuala Lumpur og Putrajaya, sem eru þeir einu tveir staðir sem ég er nokkurn tíman á. Fréttir af Dengue gera mig í raun glaðan og fá mig til að vilja klára þennan síðasta pakka sem ég á eftir hérna. Það er eiginlega spurning um hvort ég ætti ekki bara að fara út nakinn smurður í einhverskonar moskító aðdragandi kremi og klára þetta. Sjáum til.

Þetta rán átti sér stað á lestarstöð einu stoppi frá okkar. Við Vala vorum að troða okkur í lestina og rétt meikuðum það inn. Hurðinar byrja að lokast en þá kippist félaginn fyrir aftan mig eitthvað og vill drífa sig út. Honum tekst að komast hálfur útum hurðina og festist. Á einhver hátt náði hann að losa sig og í miklu paniki þá hljóp hann eitthvað útá pallinn. Ég og Vala horfðum á hvort annað og þá fattaði ég þetta, tjekkaði í vasan og horfði síðan illum augum á gæjann sem stóða þarna voðalega saklaus þegar lestin keyrði með mig í burtu. Vala horfði á mig og bjóst við einhverju brakedown, þar sem ég hef lent í hinum og þessum uppákomum við fólkið í þessu landi upp á síðkastið og þetta hélt Vala að væri punkturinn yfir i-ið. Ég sagði hinsvegar bara: Það hlaut að koma að því, tók upp símann og með 2 símtölum var búið að loka öllum kortum og panta ný. Það er ekkert mál að láta ræna sig - ég mæli með því.

Annars þá er allt gott að frétta af okkur hérna í KL - Frí í næstu viku hjá Múslimanum og þar af leiðandi í öllu landinu, svo við ætlum að skella okkur til Thailands. Það er, við ætlum að taka rútu til Langkawi sem er eyja nyrst í Malasíu og þurfum að húkka okkur far þaðan með fiskibát yfir á eyju sem er í Thailandi. Eyjan er eiginlega tóm núna þar sem það eru engir túristar, sem ætti að auka verulega á þægindi. Mer skilst að við þurfum að synda smá spotta þar sem að það er engin höfn, enda er eyjan ekki nema tæpir 2 ferkílómetrar. Sjáum hvernig þetta fer allt saman og við erum rosalega spennt með að komast í frí :D

Bestu kveðjur frá KL
Óskar AKA DJ Bule

5 comments:

Sigga Dögg said...

já óskar. hemmi er ekki á sama máli með ræningjana enda hljóp hann einn slíkan uppi í barcelona hér um árið en það voru reyndar aðeins meira en bara kort.. en þetta er enn ein ástæðan afhverju maður á aldrei að vera með reiðufé... og gott að geta tekið þessu með jafnaðargeði, stolt af stráknum.

hvaða eyju á tælandi eru þið að fara til?
btw, mæli ekki með móskítóinu. bara er ekki spennandi.

knúsogkossar

hvernig var það, indland í nóv/des?

Vala said...

Indland í nóv / des er ólíklegt en óvitað. Endilega hentu á mig meili með flugmiðanum þínum - hvert þið eruð að fara og hvaða dag o.s.frv.

Erum að fara til Lankawi sem er eyja hér í Malasíu - og ætlum að koma okkur þaðan og yfir á Koh Lipe, sem er ponsu eyja sem tilheyrir Tælandi (er er mjög nálægt meginlandi Malasíu). Þaðan er svo mögulegt að fara í smá eyjuhopp yfir á Koh Mook og fleiri góða staði:)

..um að gera að fara frá borginni þegar dengui er yfirvofandi - minna af honum (segir sagan) á eyðieyjum og í sveitinni!

Anonymous said...

Úff litli bróðir, mikið er ég nú stolt af þér. Borgar sig að vera jákvæður ;)
Ég eiginlega ekki beðið eftir að þið komið heim, en góða skemmtun í fríinu.

Anonymous said...

hahaha já ég þarf endilega að láta ræna mig við tækifæri :)

en hafið það rosa gott í fríinu!

kveðja Harpa

Anonymous said...

Elskurnar, en leiðinlegt! Gott að heyra hve vel þið díluðuð við þennan ófögnuð! Fríið hljómar fráááábærlega vel!
Góða ferð elskurnar og passið ykkur á Denguie, það er meira en viðbjóður. Við hættum við að fara til Rio út af þessum vibba. Þær stinga á daginn og það er því erfiðara að verjast þeim. Þetta vitið þið nú, þannig að ég hætti að ausa úr viskubrunninum ;).

S