Jæja..þá eru komnar myndir frá Kambódíu! (sjá link vinstra megin....).
Sara fór snemma í morgun svo nú erum við ein í kotinu. Hversdagslífið er skyndilega tekið við eftir ævintýralegan mánuð.
Búin að vera æðisleg vika hér heima. Við Íslendingarnir og Cyppie grilluðum rosalega góðan mat hérna niðri eitt kvöldið og höfðum það huggulegt við laugina. Þriðjudaginn síðasta fórum við á frábæra (en fámenna) tónleika með Panic at the Disco og svo var kíkt í bíó, æðislegur indverskur veitingastaður heimsóttur og hitt og þetta. Afslöppun og stúss til skiptis.
Ég komst að því að litla táin þjónar miklum tilgangi - þar sem ég svona eiginlega braut hana...en hún er bundin saman við næstu tá og henni líður mun betur. Þetta atvikaðist með svo aulalegum hætti að það er ekki þess virði að útskýra það frekar...
Guðjón pabbi /tengdapabbi á afmæli í dag - Innilega til hamingju með daginn!
Nýjasta nýtt í fréttum frá Koi Tropika er að við búum opinberlega í ghetto Malasíu. Það tók okkur smá tíma að finna leigubílstjóra í gær sem nennti að keyra okkur til Puchong og sá sem loksins fékkst á rúntinn talaði ekki um annað en hvað Puchong væri skítugt og óheppilegt hverfi. Hressandi.
Í vikunni þegar við Óskar og Sara vorum svo á leiðinni út úr húsi, mætum við nýja öryggisverðinum hérna niðri sem jafnframt býr hér. Honum er augljóslega vel illa við alla frá Afríku og vill "clean this place up a bit"- meaning, henda öllum svörtum mönnum út úr Koi Tropika. Við minntumst nú á það að hér væru líka skynsamir og frábærir strákar sem væru í námi, ekki "in the business" eins og svo margir aðrir frá vestur-hluta heimsálfunnar. Það fannst honum nú varla passa og tilkynnti okkur að það ætti að vera áhlaup á blokkirnar eftir fjórar vikur (útlendingaeftirlitið og fleiri þá að handtaka þá sem eru ekki með visa, samninga í íbúðum o.s.frv. o.s.frv.). Þar sem Malasía er gífurlega spillt land með lögreglu sem svíst einskis ætlum við að komast að því hvenær þetta á að eiga sér stað nákvæmlega og flýja ásamt dökku vinum okkar því maður veit aldrei hvað gerist þegar malasíska lögreglan á í hlut - og við höfum engan áhuga á því að vera "fyrir" ef eitthvað vesen kemur upp.
Klukkustund áður en þetta samtal átti sér stað (rétt eftir hádegi), skaut lögreglan tvo stráka frá Líberíu (sem bjuggu hér) 100 metrum fyrir utan öryggishliðið okkar. Annar lést en hinn er uppi á spítala. Vinkona þeirra var handtekin. Ástæðan fyrir þessu var sú að þau - og væntanlega einhverjir fleiri sem búa hérna - tóku þátt í peningaþvotti og voru með falsaða US dollara á sér þegar þetta gerðist. Samkvæmt fréttum og lögreglu reyndu strákarnir að hlaupa út úr bílnum og frá lögreglunni og voru þar af leiðandi skotnir. Jújú - þeir höfðu brotið af sér en þú skýtur ekki mann í bakið sem reynir að hlaupa í burtu og segir frá því með stolti við fjölmiðla og kallar það sjálfsvörn. Nýi öryggisvörðurinn - kynþáttahatarinn sjálfur, sagði okkur þessa sögu með miklu stolti og fannst frábært að hreinsunin væri hafin.
Það er ekki í lagi með fólk.
Kannski við flytjum bara til Kuala Lumpur síðustu mánuðina okkar....nei maður segir svona. Annars er nú öryggisgæsla og svona heima við svo við erum örugg hér heima við í læstu íbúðinni með öll öryggishliðin!
(einhver fjölskyldumeðlimur vildi fá bankanúmerið hans Óskars þar sem hann varð hálffimmtugur um daginn - það er að finna hér hægra megin á síðunni og hann býður frjáls afmælis-framlög velkomin sökum léttrar buddu)
Góða helgi allir saman
7 comments:
Jaha! Tad er ekkert annad.. eg er eiginlega bara ordlaus. Tetta er dalitid fjarri teim raunveruleika sem madur tekkir...
Og ja.. Oskar valdi ser greinilega godan dag tegar hann kom i heiminn en afmaelisdagurinn hans er sa sami og minn. I know, off topic.. haha.
Eg er half midur min ad hafa ekki tjekkad a blogginu ykkar fyrr vardandi sidasta komments fra mer.. tid vitid nu samt allavegna af tessu ef tad verdur af frekara nami i UK. Sjalf fretti eg af tessu eftir krokaleidum en tad er ekki haft hatt um tetta. Allt half lodid eitthvad.. bara eins og Bretland in general oft a tidum.
Vona ad tid hafid tad gott tratt fyrir atburdina undanfarid.. get imyndad mer ad tetta se half slaandi..
Kv. Arna
no worries - Bretland kom alltaf til greina en var aldrei efst á listanum...og er jafnvel búið að færast niður þessa dagana þar sem við erum að sjá nám annarsstaðar sem heillar meira...
gott að vita af þessu ef okkur dettur í hug að fara þangað samt:)
*Ufff hvad eg er feginn ad thid seud buin med skotvopna æfingabudirnar svo thid seud tilbuinn fyrir hvad sem er.
Haldid godri heilsu, hlakka til ad sja ykkur, hvenar sem thad verdur!!!
kær kvedja
nonni
Æðislega gaman að sjá fleiri myndir :-)
Arna Rún, ég er endilega til í að heyra meira um UK, þar sem ég stefni á nám þar. Geturðu bent mér á stað þar sem ég get fundið svona upplýsingar??
xxxx
Kristín
meiri hattar myndir vaa hvad hafid thid upplifad mikid otrolegt hlakka til ad fa ferdasøgu munnlega.Svo sætar myndir af parinu Oskar og Vala.
Gott samt ad thid erud komin heim
knus mammatengdo
heyrðu það eru komnar 2 helgar frá bloggi!
vala mín og óskar, þetta gengur ekki :)
Heyrheyr, er einmitt búin að vera að halda í mér að heimta nýja færslu ;-)
Post a Comment