Aug 19, 2008

Moving from the ghetto

Jæja, við biðjumst velvirðingar á bloggleysi. Ýmislegt búið að gerast síðan við skrifuðum síðast.

Fyrst.....: Til hamingju Sigga Dögg og Hemmi með trúlofun! Sigga mín bað hans Hemma - allt saman rosalega rómantískt og skemmtilegt (ég ákvað að ég mætti skrifa þetta hér þar sem þetta var farið á bloggið ykkar). Svo eru þau að fara af stað til Afríku eftir smá bara - og koma svo hingað til Suð-Austur Asíu. Það er bara vonandi að við getum hist einhversstaðar!

Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir, þá eru myndir frá Tælandi komnar inn hér vinstra megin.

Annars er litla táin að lagast og hversdagslífið að fara vel með okkur. Fórum í afmæli til Önnu (bekkjarsystur minnar) síðasta föstudag sem var haldið hér í Koi Tropika (vinkona hennar býr hérna). Við eyddum kvöldinu með rosalega mörgum skemmtilegum Malasíubúum með indverskan bakgrunn. Við útbjuggum grillsósu og kartöflusalat sem rann ljúft ofan í liðið og snæddum kjúkling - vorum bæði að narta í læri og búin með um það bil helminginn þegar við sjáum að hann var alveg hrár í miðjunni! Við fórum smá svöng heim....

Eigandinn á íbúðinni okkar lést í síðustu viku sem þýðir jú að leigusamningsmálin okkar eru þá eitthvað viðkvæm. Við hittum leigusalann og ræddum við hann um málið. Hann bauð okkur í jarðarförina, meira að segja kistulagninguna (og tók fram að hann væri í glerkistu svo við mundum nú sjá hann) til að ´pay our respects´- og var fremur hissa þegar við sögðum nei takk. Við hittum manninn einu sinni til að fá fjarstýringu á loftkælinguna....okkur fannst það ekki vera alveg nógu persónuleg kynni til að mæta í kínverska jarðarför!!

Það er búið að vera rosalega góð og skemmtileg reynsla að búa hér í Koi Tropika, Puchong en nú langar okkur að vita hvernig það er að búa í Kuala Lumpur, höfuðborginni sjálfri! Okkur langar rosalega mikið að geta labbað út fyrir rimla heimilis okkar á kvöldin og farið jafnvel á kaffihús eða í bíó - eða bara í göngutúr. Við ætlum að fara úr 120 fermetra íbúð og í 30-50 fermetra og finna íbúð alveg í miðbænum! Við erum með eina íbúð sem kemur til greina sem er rosalega vel staðsett - allt er einhvernvegin í göngufæri, Starbucks hinum megin við götuna o.s.frv. en fundum svo eina aðra líka sem er á rosalega góðum stað - fáum svar á eftir. Látum ykkur vita fljótlega hvernig þetta fer allt saman...

Þar fyrir utan er allt á fullu í skólanum og við hress og kát að venju!

4 comments:

Sigga Dögg said...

nú líst mér á ykkur! 101 rottur, það er klárlega málið!
vala, ég er ekki að DEYJA ég er AÐ DEEEYYYJJJJJAAA. rétt í því þegar ég ætlaði að senda umsókna þá kemst ég að því að ég á að gera 2 bls um framtíðarrannsóknir.
AAAARRRRGGGG

en vona samt að við getum hist, með geðheilsu, einhverastaðar í heimsálfunni asíu :)

ég þakka annars fallega kveðju og óska ykkur góðrar lukku með íbúðarmálin.

og óskar, á krepputímum fer maður í jarðaför því að þar er ókeypis matur og þú þarft ekki að koma með neina gjöf ;)

knúsogkossssar úr brjálæðinni!

Vala said...

jújú, Sigga mín og ókeypis matur í boðum - með þetta á hreinu!

annars - kíktu þá á meilið þitt, gæti verið með info og innleg í þetta rannsóknarmál og gert það úber simple:)

Anonymous said...

Held barasta ad thetta hafi verid fin akvørdun hja ykkur ad flytja!!
Thid erud natturlega netlaus i einhverntima, eda er liklegt ad geta nad i ykkur online???

Anonymous said...

Ég er ógó ánægð með ákvörðunina. Aðeins að finna fyrir miðborgar ysinu og þysinu..

Margir kossar,
S