Mar 25, 2008

Vangaveltur Völu

Sæl og bless

Páskarnir voru víst um helgina. Eitthvað tóku íslensku Malasíubúarnir lítið eftir því! Klakamenn hefðu klárlega getað lagað það með því að senda okkur bráðnað páskaegg;) nei maður segir nú bara svona. Pælingar vikunnar....eru ávallt einhverjar

Jólatréð er ennþá niðri á kaffihúsinu - svo páskarnir urðu ekki eins æsispennandi og búist var við

Vissuð þið að Malasíubúar drekka bjór með klaka - og mikið af honum? það finnst mér rosalega sérstakt....

Ég - sem hef oftar en ekki verið þekkt fyrir að vera utan við mig, algjör trúður og í og með óstundvís (eða svona...tímaleysingi) er með stundvísustu manneskjum hér í Malasíu að mínu mati. Malasíubúinn hefur greinilega ekki fundið upp klukkuna ennþá! svo dæmi sé tekið þá hitti ég umræðuhópinn minn um daginn. Við áttum að hittast klukkan tvö...ég var sú eina sem var mætt á skrifstofu bekkjarfélagans - næsti poppaði inn um 3.30 og sá seinasti um 5.30. Það eina sem mér var sagt var welcome to Malaysia...enda hefur maður fundið oftar en einu sinni fyrir þessu....kennarinn hans Óskars kemur oftast hálftíma of seint - kennarinn hennar Kristínar var klukkkutíma of seinn um helgina...jájájá

Í útiherberginu hérna hjá okkur var voðalega mikið af steypuklessum þegar við fluttum inn....viku seinna kom í ljós að þetta eru ekki steypuklessur heldur pöddur. Þær eru svona 1-2 cm á lengd, alveg eins og steypa - nema með smá svona ponsu appelsínugula totu / haus og mjakast svo áfram fremur hægt. Okkur hefur ekki tekist að finna neinn sem getur borið kennsl á þessar pöddulegu lirfur - og ekki séð neina mynd á netinu. Hugmyndir eru vel þegnar.

Þegar maður fer að versla í matinn, setur kassadaman í poka fyrir þig. Hún horfir vel og lengi á einn hlut...hugsar svo um að bípa strikamerkið í gegn...nokkurri stundu seinna - bíp - og svo nice and easy ofan í poka. Þegar það er ein manneskja fyrir framan þig í röð - þá skaltu ekki verða hissa þó að þú þurfir að bíða í 20 mínútur...

Nescafe er morgunkaffi Malasíubúans. Kaffivélar þykja dýrar - og bara don't get me started á verðinu á pressukönnunum;) svo þeir drekka bara instant kaffi. Í skólanum t.d. er svona gaur með heitu vatni og karfa með kaffi"pokum" við hliðina á. Það er instant kaffi sem er pre-blended. Maður ákvað að skella sér á einn bolla - og þetta var nú alveg með því verra sem ég hef smakkað. Þá er sykur og mjólk í duftinu - og þetta verður bara að einhverju ljósbrúnu hræðilega illa lyktandi og vondu kaffi....ég varð vinsæl daginn eftir þegar ég mætti með nescafé - venjó - í poka, hehe

Bekkjarfélagar mínir horfðu skrýtnum augum á mig þegar við fengum okkur kvöldmat um daginn. Svo kemur upp úr Zuie "people do that in Australia too......" Anna Lisa og fleiri nikkuðu. Þá var verið að velta því fyrir sér af hverju í ósköpunum ég borðaði hrísgrjón með gaffli. Tilgangur skeiðarinnar í Malasíu er revealed - það eru hrísgrjónin (svo eru oft meira að segja öðruvísi skeiðar í súpur...svo málmskeiðin er tól hrísgrjónanna)

Fólk er mjög hissa yfir því að við eyðum pening í vatn úti í búð. Malasíubúinn tekur sig til og sýður vatnið - setur það í þar til gerð ílát og inn í ískáp. Sparnaður fyrir Malasíubúann en vont á bragðið...

Í gær fór ég svo upp í tvíburaturnana!!! en ekki eins og alvöru túristi - neineinei - Valan er að verða svo local að það hálfa væri virkilega nóg...héldum sem sagt fyrirlestur í skólanum og fengum hrós fyrir að vera betri heldur en bresku nemendurnir sem hefðu margar vikur til að undirbúa sig fyrir sama verkefni og við. Jújú...við erum fabulous. En já...svo ég haldi mig við efnið, þá fékk ég far hjá Prem - indverska (en samt Malasíubúi) gæjanum í bekknum. Hann þurfti að koma við á skrifstofunni sinni fyrir tíma sem var gott og blessað svo hann var mættur fyrir utan kl. 7.00. sólarupprásin á leiðinni var mögnuð...og við stefndum á Petrona towers! Hann er nefninlega starfsmaður hjá Microsoft sem eru með skrifstofu uppi í turnunum frægu á 30. hæð...svo ég sat með kaffibolla að læra uppi á 30 hæð í Petrona towers! málmleitartæki og svona vesen fyrir starfsmenn. Horfði á alla túristana bíða eftir því að fá að fara upp á brú....felt very VIP, híhíhí....

Íbúðarstatus: loftkælingin í svefnó gubbar klökum út úr sér en kælir þó ekki og heita sturtan er out of order! svo við erum í hita-kulda problemi hér í Koi Tropika! sofum í hita og förum svo i kalda sturtu...getum ekki beðið eftir því að þetta snúist við!

Happy monday

4 comments:

Anonymous said...

hahaha fyndið blogg !!

kveðja harpa

Sigga Dögg said...

svo dugleg að blogga!! las allar færslurnar tilbaka :)
blogga um berlín bráðlega, bara snilld.

hafiði það gott elskurnar, ég er mætt aftur til vinnu eftir alltof stutt páskafrí..

Anonymous said...

fáum við myndir af pöddunum eða? Steypuklessunum?

Vala said...

það má vel athuga það...förum í málið í kvöld og súmum inn á nokkrar góðar.

og velkomin heim frá Berlín Sigga mín